Wednesday, January 23, 2013

Íslandsmetið í lóðkasti karla frá upphafi

14.21 Jón H. Magnússon ÍR Borås 1. sept. 1964
16.09 Erlendur Valdimarsson ÍR Melavelli 26. sept 1970
17.75 sami Melavelli ?? ???? 1970
18.30 sami Melavelli 2. okt. 1971
18.55 sami Melavelli 21. okt. 1972
20.64 sami Melavelli 14. júní 1973
21.49 Bergur Ingi Pétursson FH Kaplakrika 7. ágúst 2010

aths.

Engar heimildir hef ég fundið um sleggjukast frá því fyrir árið 1964 og er Jón H. Magnússon því sá fyrsti sem setur met í greininni, en það gerði hann á móti í Svíþjóð.

Að vísu vara keppt í lóðkasti á Íslendingadeginum í Winnipeg t.d. bæði 1913 og 1915, Notast var við mun léttara lóð þar, eða 16 punda í stað 15 kílóa eins og hér hefur verið keppt með. Á fyrra mótinu vannst lóðkastið með 9,76 metrum og 10,16 hið síðara. Ætla mætti að þetta hafi í raun verið kúluvarp þótt kallað sé lóðkast, því þyngdin er sú sama og vegalengdirnar bera ekki með sér að beitt hafi verið snúningsatrennu!

Lóðkast hefur ekki verið stundað svo orð sé á gerandi heldur gripu kastarar öðru hverju til lóðsins á kastmótum í vertíðarlok. Það á vel við um Erlendr Valdimarsson sem bætti metið verulega um og upp úr 1970 á kastmótum ÍR.

Besti árangur Erlendar stóð sem Íslandsmet í 37 ár, eða þar til Bergur Ingi Pétursson tók til við greinina 1970. Daginn áður en hann setti metið hjó hann að meti Erlendar með 20,48 kasti, einnig á kastmóti FH í Kaplakrika.

No comments:

Post a Comment