Monday, April 29, 2013

Íslandsmetin í 4x200 m boðhlaupi karla


1:37,9 KR Melavelli 6. sept 1942
Jóhann Bernhard, Sverrir Einarsson, Svavar Pálsson, Brynjólfur Ingólfsson

1:36,4

KR

Melavelli

28. ágúst 1943
Jóhann Bernhard, Bragi Friðriksson, Hjálmar Kjartansson, Brynjólfur Ingólfsson

1:36,0

ÍR

Melavelli

27. maí 1945
Finnbjörn Þorvaldsson, Hannes Berg, Hallur Símonarson, Kjartan Jóhannsson

1:35,4

KR

Melavelli

22. ágúst 1945
Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson, Bragi Friðriksson, Brynjólfur Ingólfsson

1:33,2

ÍR

Melavelli

3. ágúst 1946
Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Örn Clausen, Kjartan Jóhannsson

1:32,7

ÍR

Melavelli

8. júní 1947
Finnbjörn Þorvaldsson, Reynir Sigurðsson, Örn Clausen, Haukur Clausen

1:32,5

KR

Melavelli

16. sept 1947
Pétur Friðrik Sigurðsson, Trausti Eyjólfsson, Magnús Jónsson, Ásmundur Bjarnason

1:30,5

ÍR

Melavelli

22. sept. 1947
Finnbjörn Þorvaldsson, Reynir Sigurðsson, Örn Clausen, Haukur Clausen

1:30,2

Á

Melavelli

17. ágúst 1956
Dagbjartur Stígsson, Guðmundur Lárusson, Hilmar Þorbjörnsson, Þórir Þorsteinsson

1:28,43

UMSK

Laugardal

1. júlí 1994
Hörður Gunnarsson, Kristján Friðjónsson, Egill Eiðsson, Ingi Þór Hauksson

Aths.

Keppni í þessari grein er afar sjaldgæf, heyrir næstum til undantekninga. Síðasta metið er sett á Miðnæturmóti ÍR í Laugardal fyrir 19 árum. Skyldu ekki vera möguleikar fyrir hendi á að bæta það, miðað við þá grósku sem verið hefur í spretthlaupum síðustu árin?

Saturday, April 27, 2013

Íslandsmetin í 4x400 m boðhlaupi karla


3:52,0 Ármann Melavelli 21. júní 1922
Þorkell Þorkelsson, Sveinn, Björn, Tryggvi Gunnarsson

3:44,2

KR

Melavelli

5. sept 1937
Georg L. Sveinsson Ólafur Guðmundsson Garðar S. Gíslason Sveinn Ingvarsson

3:37,8

KR

Melavelli

27. júní 1942
Jóhann Bernhard Sverrir Einarsson Sigurður Finnsson Brynjólfur Ingólfsson

3:34,0

KR

Melavöllur

16. ág. 1945
Óskar Guðmundsson Svavar Pálsson Brynjólfur Ingólfsson Páll Halldórsson

3:33,4

ÍR

Melavelli

9. ág. 1946
Finnbjörn Þorvaldsson Haukur Clausen Óskar Jónsson Kjartan Jóhannsson

3:26,6

ÍR

Melavelli

22. júlí 1947
Haukur Clausen Reynir Sigurðsson Óskar Jónsson Kjartan Jóhannsson

3:26,4

KR

Bislet

5. júlí 1949
Sigurður Björnsson Trausti Eyjólfsson Sveinn Björnsson Ásmundur Bjarnason

3:24,8

KR

Melavelli

15. ág. 1949
Sveinn Björnsson Trausti Eyjólfsson Magnús Jónsson Ásmundur Bjarnason

3:23,0

Ármann

Melavelli

22. sept 1953
Hörður Haraldsson Hreiðar Jónsson Þórir Þorsteinsson Guðmundur Lárusson

3:19,0

Ármann

Melavelli

14. ág. 1956
Dagbjartur Stígsson Hilmar Þorbjörnsson Guðmundur Lárusson Þórir Þorsteinsson

3:16,16

FH

Kaplakrika

20. júlí 2009
Trausti Stefánsson Björgvin Víkingsson Björn Margeirsson Kristinn Torfason


Landssveitarmet

3:21,5

Landssveit

Ósló

29. júní 1951
Ingi Þorsteinsson KR Hörður Haralsson Á Ásmundur Bjarnason KR Guðmundur Lárusson Á

3:17,2

Landssveit

Kaupmannahöfn

20. júlí 1956
Hilmar Þorbjörnsson Svavar Markússon Daníel Halldórsson Þórir Þorsteinsson

3:15,12

Landssveit

Esch

17. júní 1979
Vilmundur Vilhjálmsson Sigurður Sigurðsson Oddur Sigurðsson Aðalsteinn Bernharðsson

3:12,7

Landsveit

Swansea

25. ág. 1984
Þorvaldur Þórsson Aðalsteinn Bernharðsson Egill Eiðsson Oddur Sigurðsson

3:10,36

Landssveit

Edinborg

31. júlí 1983
Egill Eiðsson Guðmundur Skúlason Þorvaldur Þórsson Oddur Sigurðsson

Aths.

Félagsmetið í 4x400 metra boðhlaupi sem Ármenningar settu á Meistaramóti Íslands árið 1956 varð með ólíkindum lífsseigt. Ekki vantaði marga daga upp á að það næði 53 ára aldri er FH-ingar réðu loks niðurlögum þess 2009.

Ármenningar settu fyrsta metið í þessu boðhlaupi, á Allsherjarmótinu 1922. Mér hefur ekki tekist að finna fullt nafn á tvo hlauparann, en vonandi rætist úr því síðar. Frá 1922 til 2009 skiptust Reykjavíkurfélögin þrjú á að setja met í greininni.

Þegar KR setti metið 1942 var sveit Ármanns einnig undir gamla metinu á 3:41,2 mín., en metið var 3:44,2 mín. Hið sama gerðist er seinna metið 1949 var sett, þá voru ÍR-ingar í öðru sæti á 3:25,6 mín., 0.8 sekúndum á eftir KR og undir gamla metinu, sem var 3:26,4 mín.

Fyrsta landssveitarmetið í 4x400 var sett í hinni sögufrægu landskeppni í Ósló 1951. Íslendingar lögðu þá Norðmenn og Dani í landskeppni þar sem hver þjóð tefldi fram tveimur keppendum í hverri grein.

Í Kaupmannahöfn 1956 unnu Íslendingar Dani aftur en keppnin vannst ekki fyrr en í síðustu greininni, 4x400. Stóðst metið frá Ósló ekki þau átök enda lögðu hlaupararnir allt í sölurnar, sál sína og hjarta, til að vinna Dani.

Í Swansea 1984 vann íslenska sveitin einnig frækinn sigur á Hollendingum, Walesbúum og Norður-Írum í boðhlaupinu, lokagrein landskeppninnar. Höfðu Hollendingar 15-20 metra forskot þegar síðasti hringur hófst. Oddur Sigurðsson hljóp með afbrigðum vel og dró keppinaut sinn uppi og sleit marksnúruna fyrstur eftir að hafa hlaupið hringinn á 45,5 sek.

Íslandsmetið í 1000 metra boðhlaupi karla

2:16.0 Ármann Melavelli 19. júní 1934

2:15.7

RVK-sveit drengja

Melavelli

7. sept 1935
Gunnar Sigurðsson ÍR, Stefán Guðmundsson KR, Haraldur Guðmundsson KR, Einar Gíslason Á

2:14.0

KR

Melavelli

20. júní 1936
Sveinn Ingvarsson, Stefán Guðmundsson, Georg L.Sveinsson, Garðar S. Gíslason

2:13.2

RVK-úrval

Vestmannaeyjum

15. ágúst 1936
Ólafur Guðmundsson KR, Guðmundur Sveinsson ÍR, Garðar S. Gíslason KR, Georg L. Sveinsson KR

2:11.6

KR

Melavelli

17. júní 1937
Sveinn Ingvarsson, Ólafur Guðmundsson, Garðar S. Gíslason, Ingvar Ólafsson

2:07.0

KR

Melavelli

27. júlí 1937
Georg L. Sveinsson, Garðar S.Gíslason, Ólafur Guðmundsson, Sveinn Ingvarsson

2:05.4

KR

Melavelli

1. sept 1937
Georg L. Sveinsson, Garðar S. Gíslason, Ólafur Guðmundsson, Sveinn Ingvarsson

2:04.1

ÍR

Melavelli

17. júní 1945
Haukur Clausen, Hallur Símonarson, Finnbjörn Þorvaldsson, Kjartan Jóhannsson

2:02.5

ÍR

Melavelli

17. júní 1947
Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Kjartan Jóhannsson

1:58.6

ÍR

Stokkhólmi

29. ágúst 1947
Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Kjartan Jóhannsson

1:57.3

Ármann

Melavelli

2. sept. 1951
Matthías Guðmundsson, Grétar Þorsteinsson, Hörður Haraldsson, Guðmundur Lárusson

1:55.85

KR

Valbjarnarvelli

12. ágúst 1981
Jón Oddsson, Vilmundur Vilhjálmsson, Stefán Hallgrímsson, Oddur Sigurðsson


Landssveitir:

1:58.6

Landssveit

Melavelli

26. júní 1948
Finnbjörn Þorvaldsson, Trausti Eyjólfsson, Haukur Clausen, Reynir Sigurðsson

1:56.1

Landssveit

Melavelli

4. júlí 1950
Örn Clausen, Haukur Clausen, Ásmundur Bjarnason, Guðmundur Lárusson

1:55.0

Landssveit

Ósló

2. sept. 1950
Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Ásmundur Bjarnason, Guðmundur Lárusson

Aths.
Fyrstu fimm metin eru sett í keppni þar sem hlaupið var 400 – 300 – 200 - 100 metrar. Eftir það var röðinni snúið við, byrjað á 100 og endað á 400, og keppt þannig allar götur síðan.

Fyrsta metið var sett á á Allsherjarmótinu 1934 en ítarleg leit að nöfnum hlauparanna hefur engan árangur borið.

Annað metið setti Reykjavíkursveit drengja og var enginn keppendanna eldri en 18 ára. Veður var þá ekki hagstætt, sólarlaust og kalt og hefur því meira búið í þessari efnilegu sveit sem var körlum sterkari.

Tvö met voru sett í bæjarkeppni Reykjavíkur og Vestmannaeyja 1936 og 1937. Í Eyjum var sveitin ræst af stað með klút. Árið eftir skipuðu eintómir KR-ingar borgarsveitina. Á móti þessu kepptu Svíar í nokkrum greinum og sigruðu m.a. í boðhlaupinu á 2:05,6 mín. Var þetta í fyrsta sinn í sögu frjálsíþróttanna hér landi að fengnir voru hingað útlendir íþróttamenn til að keppa við hérlenda íþróttamenn.

Þegar ÍR-ingar settu metið í Stokkhólmi og voru fyrstir til að rjúfa tveggja mínútna múrinn fengu þeir keppni af franskri sveit sem sigraði á 1:58,0 mín. Í methlaupi Ármenninga 1951 – met sem lifði í 30 ár, var tekinn tími á 400 metra spretti Guðmundar Lárussonar, 48,4 sekúndur.

Þar sem afrekið var aðeins jafngott félagssveitameti ÍR var talið að um met væri að ræða þegar landssveitin hljóp á 1:58,6 mín. í landskeppni við Noreg á Melavelli 1948. Í landssveitinni voru þrír ÍR-ingar, Finnbjörn, Haukur og Reynir, ásamt Trausta Eyjólfssyni úr KR.

Monday, April 22, 2013

Íslandsmetið í 1500 metra boðhlaupi

4:03.0 KR Melavelli 21. júní 1926
3:47.0 KR Melavelli 22. júní 1928
3:47.0 Ármann Melavelli 19. júní 1930
Jóhann Jóhannesson, Stefán Bjarnason, Grímar Grímsson, Jens Guðbjörnsson
3:34.4 KR Melavelli 3. sept. 1937
Ólafur Guðmundsson, Sveinn Ingvarsson, Garðar S. Gíslason, Georg L. Sveinsson
3:31.8 ÍR Melavelli 2. júlí 1946
Óskar Jónsson, Kjartan Jóhannsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Örn Clausen
3:24.9 KR Melavelli 8. okt 1958
Svavar Markússon, Hörður Lárusson, Pétur Rögnvaldsson, Einar Frímannsson
3:24.9 KR Århus 3.sept 1964
Einar Gíslason, Halldór Guðbjörnsson, Ólafur Guðmundsson, Þórarinn Ragnarsson
3:24.4 ÍR Valbjarnarvelli 9. sept. 1981
Stefán Þór Stefánsson, Jónas Egilsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Ágúst Ásgeirsson
3:19.69 Breiðablik Kópavogi 19. ágúst 2003
Magnús Valgeir Gíslason, Róbert Freyr Michelsen, Andri Karlsson, Björn Margeirsson



Aths.
Þrátt fyrir mikla leit hefur mér ekki tekist að leiða í ljós skipan KR-sveitarinnar sem skráð er fyrir fyrsta metinu í 1500 metra boðhlaupi, grein sem sjaldan hefur verið kepp í. Þar er um að ræða annað metið hér að ofan því fyrsta metið var af einhverjum ástæðum ekki skráð. 

Skýringu hef ég enga á því, en slíkum tilfellum var oft um það að ræða, að ekki var sótt um skráningu. Þó er um að ræða hlaup á Allsherjarmóti ÍSÍ 1926. Önnur skýring gæti verið sú, að ekki var hlaupið í sömu röð og ætíð síðar, heldur byrjað á 100 metra hlaupi og endað á 800 metra hlaupi. ÍR-sveit varð önnur í mark á 4:05 mín., eða tveimur sekúndum á eftir KR. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem keppt var í þessari grein hér á landi.



Tuesday, April 16, 2013

Íslandsmetið í 4x800 metra hlaupi

8:45.0 KR Melavelli 19. sept. 1944
Páll Halldórsson, Indriði Jónsson, Haraldur Björnsson, Brynjólfur Ingólfsson

8:20.4

ÍR

Melavelli

4. júlí 1946
Jón Bjarnason, Sigurgísli Sigurðsson, Óskar Jónsson, Kjartan Jóhannsson

8:10.8

ÍR

Melavelli

7. ágúst 1947
Örn Eiðsson, Pétur Einarsson, Óskar Jónsson, Kjartan Jóhannsson

8:04.8

KR

Melavelli

8. sept 1956
Sigurður Gíslason, Hafsteinn Sveinsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Svavar Markússon

8:02.6

Ármann

Melavelli

19. sept 1956
Guðmundur Lárusson, Dagbjartur Stígsson, Hörður Haraldsson, Þórir Þorsteinsson

7:53.8

KR

Melavelli

20. ágúst 1966
Þorsteinn Þorsteinsson, Agnar Levý, Þórarinn Ragnarsson, Halldór Guðbjörnsson

7:51.6

ÍR

Gateshead

27. júní 1976
Hafsteinn Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Sigfús Jónsson, Ágúst Ásgeirsson

7:51.0

FH

Valbjarnarvelli

5. júní 1993
Björn Traustason, Þorsteinn Jónsson, Steinn Jóhannsson, Finnbogi Gylfason

7:45.38

UMSS

Kópavogsvelli

7. sept. 2002
Björn Margeirsson, Stefán Már Ágústsson, Ragnar Frosti Frostason, Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Aths.
Kalt var í veðri, hiti nærri frostmarki og gola er KR-sveitin setti fyrsta metið í greininni, á Melavellinum haustið 1944. Núgildandi met er með yngri boðhlaupsmetum og til að bæta það þarf félag hafa á að skipa fjórum hlaupurum sem geta hlaupið 800 metrana að meðaltali á um 1:56 mín. Tækifæri til þess gefst a.m.k. á Meistaramóti Íslands ár hvert.
 

Íslandsmetið í 4x1500 metra boðhlaupi


18:29.9 Ármann Melavelli 1.júlí 1942
Árni Kjartansson, Haraldur Þórðarson, Hörður Hafliðason, Sigurgeir Ársælsson

18:05.4

KR

Melavellli

26. ágúst 1944
Páll Halldórsson, Brynjólfur Ingólfsson, Indriði Jónsson, Haraldur Björnsson

17:52.6

Ármann

Melavelli

21. ágúst 1945
Gunnar Gíslason, Stefán Gunnarsson, Hörður Hafliðason, Sigurgeir Ársælsson

17:30.6

ÍR

Melavelli

14. sept. 1948
Örn Eiðsson, Sigurgísli Sigurðsson, Pétur Einarsson, Óskar Jónsson

16:55.6

KR

Melavelli

5. sept 1956
Sigurður Gíslason, Hafsteinn Sveinsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Svavar Markússon

16:51.4

KR

Melavelli

8. júlí 1960
Reynir Þorsteinsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Agnar Levy, Svavar Markússon

16:28.6

ÍR

Gateshead

27. júní 1976
Hafsteinn Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Sigfús Jónsson, Ágúst Ásgeirsson

16:24.4

FH

Reykjavík

6. júní 1993
Jóhann Ingibergsson, Frímann Hreinsson, Steinn Jóhannsson, Finnbogi Gylfason

Aths.
Ármenningarnir efndu til fyrstu keppni í þessari grein hér á landi, á innanfélagsmóti á Melavelli. Seinna metið, 1945, settu þeir einnig á innanfélagsmóti sínu. ÍR-sveitin setti sitt met á Meistaramóti Íslands og síðasta KR-metið féll á innanfélagsmóti KR. Engar tilraunir voru gerðar við met KR-inga frá 1960 í 16 ár, eða þar til ÍR-ingar bættu það með eina metinu í greininni sem sett er á erlendri grundu. Talsvert hefur verið keppt í 4x1500 metrum á undanförnum árum og settu FH-ingar gildandi met, sem verður 20 ára gamalt í sumar, á Meistaramóti Íslands.
 

Friday, April 12, 2013

Íslandsmetið í kringlukasti beggja handa

45.83 (24.25 + 21.58) Guðmundur Kr. Guðmundsson Á Melavelli ?? júní 1914
52.48 (?+?) Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 17. júní 1922
58.14 (?+?) Þorgeir Jónsson Í.Kjal. Melavelli 15. sept. 1923
60.23 (?+?) Þorgeir Jónsson Dreng Melavelli 18.júní 1924
67.88 (38.58 + 29.30) Þorgeir Jónsson Dreng ?? 15. okt 1926
69.01 (40.68 + 28.33) Gunnar Huseby KR Melavelli 24. sept 1941
71.11 (41.51 + 29.60) sami Melavelli 28. ágúst 1943
73.34 (43.02 + 30.32) sami Melavelli 13. ágúst 1944
74.28 (45.62 + 28.66) sami Melavelli 23. júlí 1949
74.92 (41.84 + 33.08) Friðrik Guðmundsson KR Melavelli 18. okt. 1949
76.68 (44.01 + 32.67) sami Melavelli 29. apríl 1950
81.14 (49.04 + 32.10) Gunnar Huseby KR Melavelli 31. maí 1950
82.75 (50.13 + 32.62) sami Melavelli 6. júlí 1950

Aths. 
Eins og um aðrar kastgreinar beggja handa lagðist keppni í kringlukasti beggja handa niður árið 1950. Venjan var sú, að menn fengu þrjú köst með hvorri hendi og lengstu köst hvorrar handar síðan lögð saman til að fá niðurstöðu.

En einnig gefa heimildir til kynna, að þegar menn hefðu lokið keppni í kringlukasti með betri hönd hafi þeir tekið aukakast með lakari hendi upp á að setja met.

Af fyrstu fjórum metunum hér að ofan var aðeins met Tryggva Gunnarssonar staðfest. Ástæðurnar eru ókunnar, ef til vill var ekki sótt um staðfestingu en þar er um að ræða afrek sem unnin voru á stórum opinberum mótum eins og Landsmóti UMFÍ og Leikmóti ÍR.

Gunnar Huseby setti sex met í kringlu beggja handa og í þremur síðustu setti hann jafnframt met með betri hendi. Og í því síðasta kastaði hann fyrstur Íslendinga yfir 50 metra.

Tuesday, April 9, 2013

Íslandsmetið í spjókasti beggja handa

62,49 (39,03 + 23,46 ) Tryggvi Gunnarsson Á Melavellli 18. júní 1922
64,24 Helgi Eiríksson ÍR Melavelli 23. sept 1923
65,40 (39,84 + 25,56) Helgi Eiríksson ÍR Melavelli 17. júní 1924
68,42 (39,17 + 29,25) sami Melavelli 14. sept 1924
72,40 (42,16 + 30,24) sami Melavelli 25. sept 1926
77,83 (45,55 + 32,28) Friðrik Jesson Týr Melavelli 14. ágúst 1929
79,41 (47,13 + 32,28) sami Melavelli 14. ágúst 1929
84,02 (48,58 + 35,44) sami Eyjum 7. ágúst 1931
91,45 (52,65 + 38,80) Adolf Óskarsson Týr Eyjum 22. júní 1947
92,75 (54,22 + 38,53) sami Eyjum 6/7 ágúst 1948
97,77 (59,00 + 38,77) sami 21. ágúst 1948
99,02 (66,99 + 32,03) Jóel Sigurðsson ÍR Melavelli 23. júní 1949
101,74 (62,72 + 39,02) Valbjörn Þorláksson ÍR Melavelli 20. okt. 1961

Aths.


Um þessa grein er hið sama að segja og um aðrar kastgreinar beggja handa, að hún lagðist meira og minna af sem keppnisgrein um miðja síðustu öld, bæði hér á landi sem annars staðar. Síðasta metið, rúmum áratug seinna, kemur því hálfvegis eins og út úr kú!

Keppt var í spjótkasti beggja handa einu sinni á ólympíuleikum, í Stokkhólmi 1912. Finnar sigruðu þrefalt, en hefði aðeins betri höndin gilt hefðu silfur- og bronsmennirnir ekki komist á pall þar sem fjórir aðrir köstuðu lengra með betri hendi en þeir! Sigurvegarinn kastaði 109,42 metra, annað sæti fékkst með 101,13 m kasti og bronsmaðurinn kastaði 100,24. Til samanburðar er Íslandsmet Valbjörns Þorlákssonar frá 1961 101,74 metrar.

Í keppni kasta menn þrisvar með betri hendi og þrisvar með þeirri lakari og gildir lengsta kast með hvorri hendi við útreikning heildar kastlengdar.

Þegar Helgi kastaði 68,42 á Leikmóti ÍR 13. – 14. september 1924 á Melavellinum var Friðrik Jessen, Tý, einnig yfir gamla metinu með 67,21 m.

Á listanum er að finna tvö met skráð á Friðrik sama daginn árið 1929, á Meistaramóti Íslands. Hið fyrra (77,83) var raunveruleg niðurstaða keppninnar en var þó ekki staðfest á sínum tíma. Eins og algengt var er met lágu fyrir notaði hann stemmninguna til að gera atlögu að meti með betri hendi sem honum heppnaðist það. Var þá sá árangur, líklega ranglega, talinn með í keppni beggja handa, sem var áður lokið og samlagningin út úr því staðfest sem met (79,41). Friðrik átti eftir að bæta þennan árangur verulega, eða í 84,02 metra á  Meistaramóti Íslands, sem haldið var í Vestmannaeyjum í byrjun ágúst 1931.

Annar Vestmannaeyingur, Adolf Óskarsson, átti eftir að taka upp þráðinn þar sem Friðrik sleppti honum og halda merki Eyjamanna í frjálsíþróttum á lofti.  

Þegar Jóel Sigurðsson setti met sitt var betri handar kast hans jafnframt Íslandsmet, 66,99 metrar, sem stóð í aldarfjórðung. Var það vallarmet á Melavelli og hið sama er að segja um metið í spjóti beggja handa. 
 

Monday, April 8, 2013

Íslandsmetið í kúluvarpi beggja handa

18.13 (9.95 + 8.18) Guðmundur Kr. Guðmundsson Á Melavelli 22. júní 1914
18.80 (10.18 + 8.62) Tryggvi Gunnarsson Á Melavellil 21. júní 1922
18.81 (? + ?) Þorgeir Jónsson Í.Kjal. Kollafjarðarleirum 29. ágúst 1926
20.02 (10.24 + 9.78) sami 15. okt. 1926
21.62 (12.40 + 9.22) Þorsteinn Einarsson Á Melavelli 16. sept. 1931
21.95 (12.65 + 9.30) sami Melavelli 2. okt. 1931
22.39 (12.91 + 9.48) sami Melavelli 18. júní 1932
22.45 (13.35 + 9.10) Kristján Vattnes KR Melavelli 2. júní 1938
24.21 (14.31 + 9.90) Gunnar Huseby KR Melavelli 26. maí 1941
26.22 (14.53 + 11.69) sami Melavelli 7. ágúst 1943
26.48 (14.57 + 11.91) sami Melavelli 21. sept. 1943
26.61 (14.73 + 11.88) sami Melavelli 30. sept. 1943
26.78 (15.50 + 11.28) sami Melavellli 11. júlí 1944
28.29 (16.41 + 11.88) sami Haugasundi 18. júlí 1949
29.13 (16.62 + 12.51) sami Melavelli 28. júlí 1951

Aths.


Kúluvarp beggja handa er, ásamt spjótkasti og kringlukasti beggja handa, harla óvenjuleg keppnisgrein. Talsvert var keppt í henni hér á landi fram undir miðja tuttugustu öldina, en síðan ekki söguna meir.

Einnig mun hafa verið keppt nokkuð í þessum greinum á Norðurlöndum en aðeins einu sinni voru þær ólympíugreinar, í Stokkhólmi 1912.

Þegar Gunnar Huseby setti metið sem enn stendur í þessari grein á sameiginlegu innanfélagsmóti ÍR og KR ógnaði hann heimsmetinu heldur betur. Var það þriðji besti árangur í greininni í heiminum og aðeins 33 sentimetra frá metinu, 29,46, sem Ungverjinn J. Daranyi setti árið 1935. Kast Husebys með betri hendinni, 16,62 metrar, var jafnframt vallarmet á Melavelli og það lengsta sem hann varpaði hér á landi á keppnisferlinum.
 

Tuesday, April 2, 2013

Íslandsmetið í 60 metra hlaupi karla frá upphafi

7.4 Jóhann Bernhard KR Melavelli 24.maí 1941
7.4 Sigurður Finnsson KR Melavelli 24. maí 1941
7.1 Jóhann Bernhard KR Melavelli 31. ágúst 1943
7.1 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Melavelli 23. júní 1945
7.0 sami Melavelli 16. júlí 1946
6.9 sami Melavelli 16. júlí 1946
6.8 sami Melavelli 9. júní 1949
6.7 Hilmar Þorbjörnsson Ármanni Melavelli 3. sept. 1956
6.90 Þorsteinn Ingvarsson HSÞ Akureyri 22. júlí 2009

Aths.


Í fyrstu keppninni í 60 metra hlaupi þóttu Jóhann og Sveinn svo hnífjafnir í markinu að
útilokað reyndist að segja til um hvor var á undan. Metið var því skráð á báða.

Finnbjörn tvíbætti metið á innanfélagsmóti ÍR í júlí 1946, fyrst í riðli og svo í úrslitahlaupi.

Sitt met setti Hilmar á innanfélagsmóti Ármanns en samkvæmt Tímanum var heimsmetið í  greininni þá aðeins tíunda úr sekúndu betra, 6,6 sek. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Hilmar met Finnbjörns í 100 metra hlaupi öðru sinni, hljóp á 10,5 sek.
 
Met Þorsteins Ingvarssonar er yngsta spretthlaupsmet Íslands og ætli væru ekki líkur á að þetta met yrði bætt í sumar ef greinin yrði sett á dagskrá einhverra móta?
 

Monday, April 1, 2013

Íslandsmetið í 100 metra hlaupi karla frá upphafi

12,5 Helgi Jónasson ÍR Melunum 2. ágúst 1909
11,6 Jón Halldórsson ÍR Melunum 5. júní 1910
11,8 Kristinn Pétursson ÍR Melavelli 20. júní 1911
12,0 Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 28. ágúst 1920
12,0 Þorkell Þorkelsson Á Melavelli 27. ágúst 1921
11,4 Garðar S. Gíslason ÍR Melavelli 17. júní 1926
11,3 sami Melavelli 25. sept 1926
11,3 Helgi Eiríksson ÍR Melavelli 17. júní 1927
11,0 Garðar S. Gíslason KR Melavelli 15. sept 1934
11,0 Sveinn Ingvarsson KR Melavelli 27. júlí 1937
10,9 sami Melavelli 10. júlí 1938
10,9 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Akureyri 6. júlí 1945
10,8 sami Ósló 7. ágúst 1946
10,7 sami Melavelli 12. ágúst 1947
10,6 Haukur Clausen ÍR Melavelli 27. júní 1948
10,6 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Stokkhólmi 11. sept 1949
10,5 sami Melavelli 18. sept 1949
10,5 Ásmundur Bjarnason KR Melavelli 17. júní 1952
10,5 sami ?? ?? 1954
10,5 sami Melavelli 27. ágúst 1955
10,5 Hilmar Þorbjörnsson Á Frechen Þý. 29. júlí 1956
10,4 sami Melavelli 4. júlí 1957
10,3 sami Melavelli 18. ágúst 1957
10,3 Vilmundur Vilhjálmsson KR Troisdorf Þý 5. júlí 1977
10,3 sami Laugardalsvelli 7. ágúst 1977
10,3 Jón A. Magnússon UMSS LaGrange US 13. júlí 1996
10,57 Vilmundur Vilhjálmsson KR Sofia 18. ágúst 1977
10,57 Einar Þór Einarsson Á Ósló 14.sept. 1991
10,56 Jón A. Magnússon UMSS Götzis 31. maí 1997



Aths.
Fyrsta metið sem vitað er um í 100 metra hlaupi setti Helgi Jónasson sem kenndur var við bæinn Brennu, fyrir 104 árum, eða 1909. Hans verður þó fremur minnst í íþróttasögunni sem frumkvöðuls og aðalhöfundar Víðavangshlaups ÍR. Vinur Helga, Jón Halldórsson, bætti um betur og varð í Stokkhólmi 1912 fyrsti íslenski frjálsíþróttamaðurinn til að keppa á ólympíuleikum.

Einn af fyrstu methöfunum, Garðar S. Gíslason, setti met fyrst sem ÍR-ingur og síðar sem KR-ingur, en það hefur líklega heyrt til undantekninga að menn ráfuðu milli félaga á þriðja áratug síðustu aldar. Fyrsta met sitt setti Garðar í undanrásum á Allsherjarmótinu 1926 en í úrslitahlaupinu, sem hann vann einnig, misheppnaðist tímataka á öllum mönnum.

Á sínum tíma staðfest ÍSÍ aldrei árangur sem met ef gildandi met var jafngott, metjöfnun var ekki til þar á bæ. Þegar Brandur Brynjólfsson Ármanni hljóp á 10,9 sek. á 17. júnímótinu 1940, sem var sami tími og Íslandsmet Sveins Ingvarssonar frá 1938, var árangurinn ekki viðurkenndur ti lmets þar sem hlaupið var undan allsterkum vindi.

Sami tími Finnbjörns Þorvaldssonar ÍR á Akureyri 6. júlí 1945 er hafður hér með, en afrekið var talið ólöglegt, m.a. sakir þess að tímai var ekki tekinn á nægilega margar klukkur. Síðasta met Finnbjörns, 10,5 sek., stóð í átta ár en Ásmundur Bjarnason og Hilmar Þorbjörnsson jöfnuðu það uns sá síðarnefndi bætti um betur 1957.

Ásmundur jafnaði met Finnbjörns 1952, 1954 og 1955. Þrátt fyrir afar ítarlega leit hefur mér ekki tekist að finna dagsetningu metsins 1954. Það kom ekki á neinu af opinberu mótum sumarsins, en hugsanlega á innanfélagsmóti að þeim loknum, þ.e. í september eða október. Síðasta metjöfnunin átti sér stað á innafélagsmóti hjá KR.

Á einum stað í síðari tíma afrekaskrám er Hauki Clausen eignað 10,5 sek. hlaup árið 1951. Að því er best verður sé mun það eigi rétt því allar afrekaskrár samtímans segja 10,7 besta árangur hans í 100 metra hlaupi þetta ár. Hins vegar hljóp Haukur á 10,4 sekúndum í tugþraut 15. september 1951, en þar var meðvindur alltof of mikill.

Eftir að honum tókst að jafna met Finnbjörns og Ásmundar á móti í Þýskalandi 1956 var eins og losnaði um  Hilmar því hann tvíbætti metið á Melavelli sumarið 1957. Hljóp fyrst á 10,4 sek. og hálfum öðrum mánuði seinna á 10,3 sek.

Met Hilmar stóð óhaggað í tvo áratugi eða þar til Vilmundur Vilhjálmsson jafnaði það í Þýskalandi sumarið 1977 og aftur mánuði síðar á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli. Vilmundur setti síðan  met með rafmagnstímatöku á heimsleikum stúdenta hálfum mánuði eftir seinni metjöfnunina, hljóp á 10,57 sek. Miðað við muninn sem talinn var á rafmagnstíma og tímum teknum á skeiðklukkur var handtíminn ennþá talinn ögn betri. Daginn áður hljóp Vilmundur enn betur í undanrás, eða á 10,46 sekúndum og það í 1,6 m/sek. mótvindi. Það var hraustlega gert og gæti það verið eitt allra öflugasta 100 metra hlaup Íslendings, en tímatakan var með þeim hætti að ekki var þessi mikli árangur staðfestur sem met.

Það fór með rafmet Vilmundar svipað og síðasta met Hilmars, að það stóð í 20 ár, eða þar til Jón Arnar Magnússon hljóp á 10,56 og bætti það um einn hundraðasta úr sekúndu í tugþraut í Austurríki vorið 1997. Einar Þór Einarsson hafði áður jafnað rafmet Vilmundar 1991 og Jón Arnar jafnaði handtímametið er hann hljóp á 10,3 sekúndum á móti í bænum LaGrange í Georgíuríki í Bandaríkjunum rétt fyrir ólympíuleikina í Atlanta..

aths við aths.
Á metaskrá FRÍ er 100 metra hlaup sem hef ég engan botn fengið í og hef það ekki með hér, þangað til annað kemur í ljós. Þar er Vilmundur sagður hafa hlaupið á 10,3 sekúndum á Selfossi 10. júlí 1977. Þann dag var hann ekki á Íslandi; hann var nær allan júlí, og hluta júní, á æfinga- og keppnisferðalagi í Þýskalandi ásamt fjórum öðrum hlaupurum, þar á meðal mér. Mér þykir líklegt að hér sé um mistök að ræða með stað og dagsetningu.