Tuesday, April 2, 2013

Íslandsmetið í 60 metra hlaupi karla frá upphafi

7.4 Jóhann Bernhard KR Melavelli 24.maí 1941
7.4 Sigurður Finnsson KR Melavelli 24. maí 1941
7.1 Jóhann Bernhard KR Melavelli 31. ágúst 1943
7.1 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Melavelli 23. júní 1945
7.0 sami Melavelli 16. júlí 1946
6.9 sami Melavelli 16. júlí 1946
6.8 sami Melavelli 9. júní 1949
6.7 Hilmar Þorbjörnsson Ármanni Melavelli 3. sept. 1956
6.90 Þorsteinn Ingvarsson HSÞ Akureyri 22. júlí 2009

Aths.


Í fyrstu keppninni í 60 metra hlaupi þóttu Jóhann og Sveinn svo hnífjafnir í markinu að
útilokað reyndist að segja til um hvor var á undan. Metið var því skráð á báða.

Finnbjörn tvíbætti metið á innanfélagsmóti ÍR í júlí 1946, fyrst í riðli og svo í úrslitahlaupi.

Sitt met setti Hilmar á innanfélagsmóti Ármanns en samkvæmt Tímanum var heimsmetið í  greininni þá aðeins tíunda úr sekúndu betra, 6,6 sek. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Hilmar met Finnbjörns í 100 metra hlaupi öðru sinni, hljóp á 10,5 sek.
 
Met Þorsteins Ingvarssonar er yngsta spretthlaupsmet Íslands og ætli væru ekki líkur á að þetta met yrði bætt í sumar ef greinin yrði sett á dagskrá einhverra móta?
 

No comments:

Post a Comment