Monday, April 22, 2013

Íslandsmetið í 1500 metra boðhlaupi

4:03.0 KR Melavelli 21. júní 1926
3:47.0 KR Melavelli 22. júní 1928
3:47.0 Ármann Melavelli 19. júní 1930
Jóhann Jóhannesson, Stefán Bjarnason, Grímar Grímsson, Jens Guðbjörnsson
3:34.4 KR Melavelli 3. sept. 1937
Ólafur Guðmundsson, Sveinn Ingvarsson, Garðar S. Gíslason, Georg L. Sveinsson
3:31.8 ÍR Melavelli 2. júlí 1946
Óskar Jónsson, Kjartan Jóhannsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Örn Clausen
3:24.9 KR Melavelli 8. okt 1958
Svavar Markússon, Hörður Lárusson, Pétur Rögnvaldsson, Einar Frímannsson
3:24.9 KR Århus 3.sept 1964
Einar Gíslason, Halldór Guðbjörnsson, Ólafur Guðmundsson, Þórarinn Ragnarsson
3:24.4 ÍR Valbjarnarvelli 9. sept. 1981
Stefán Þór Stefánsson, Jónas Egilsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Ágúst Ásgeirsson
3:19.69 Breiðablik Kópavogi 19. ágúst 2003
Magnús Valgeir Gíslason, Róbert Freyr Michelsen, Andri Karlsson, Björn Margeirsson



Aths.
Þrátt fyrir mikla leit hefur mér ekki tekist að leiða í ljós skipan KR-sveitarinnar sem skráð er fyrir fyrsta metinu í 1500 metra boðhlaupi, grein sem sjaldan hefur verið kepp í. Þar er um að ræða annað metið hér að ofan því fyrsta metið var af einhverjum ástæðum ekki skráð. 

Skýringu hef ég enga á því, en slíkum tilfellum var oft um það að ræða, að ekki var sótt um skráningu. Þó er um að ræða hlaup á Allsherjarmóti ÍSÍ 1926. Önnur skýring gæti verið sú, að ekki var hlaupið í sömu röð og ætíð síðar, heldur byrjað á 100 metra hlaupi og endað á 800 metra hlaupi. ÍR-sveit varð önnur í mark á 4:05 mín., eða tveimur sekúndum á eftir KR. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem keppt var í þessari grein hér á landi.



No comments:

Post a Comment