Friday, April 12, 2013

Íslandsmetið í kringlukasti beggja handa

45.83 (24.25 + 21.58) Guðmundur Kr. Guðmundsson Á Melavelli ?? júní 1914
52.48 (?+?) Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 17. júní 1922
58.14 (?+?) Þorgeir Jónsson Í.Kjal. Melavelli 15. sept. 1923
60.23 (?+?) Þorgeir Jónsson Dreng Melavelli 18.júní 1924
67.88 (38.58 + 29.30) Þorgeir Jónsson Dreng ?? 15. okt 1926
69.01 (40.68 + 28.33) Gunnar Huseby KR Melavelli 24. sept 1941
71.11 (41.51 + 29.60) sami Melavelli 28. ágúst 1943
73.34 (43.02 + 30.32) sami Melavelli 13. ágúst 1944
74.28 (45.62 + 28.66) sami Melavelli 23. júlí 1949
74.92 (41.84 + 33.08) Friðrik Guðmundsson KR Melavelli 18. okt. 1949
76.68 (44.01 + 32.67) sami Melavelli 29. apríl 1950
81.14 (49.04 + 32.10) Gunnar Huseby KR Melavelli 31. maí 1950
82.75 (50.13 + 32.62) sami Melavelli 6. júlí 1950

Aths. 
Eins og um aðrar kastgreinar beggja handa lagðist keppni í kringlukasti beggja handa niður árið 1950. Venjan var sú, að menn fengu þrjú köst með hvorri hendi og lengstu köst hvorrar handar síðan lögð saman til að fá niðurstöðu.

En einnig gefa heimildir til kynna, að þegar menn hefðu lokið keppni í kringlukasti með betri hönd hafi þeir tekið aukakast með lakari hendi upp á að setja met.

Af fyrstu fjórum metunum hér að ofan var aðeins met Tryggva Gunnarssonar staðfest. Ástæðurnar eru ókunnar, ef til vill var ekki sótt um staðfestingu en þar er um að ræða afrek sem unnin voru á stórum opinberum mótum eins og Landsmóti UMFÍ og Leikmóti ÍR.

Gunnar Huseby setti sex met í kringlu beggja handa og í þremur síðustu setti hann jafnframt met með betri hendi. Og í því síðasta kastaði hann fyrstur Íslendinga yfir 50 metra.

No comments:

Post a Comment