Thursday, February 28, 2013

Íslandsmetin í 800 m hlaupi karla frá upphafi

???? Jóhann Á. Bjarnason Vestm.eyjum ?? ?? 1909
2:19,0 Sigurjón Pétursson Á Melunum ??. júní 1911
2:15,5 sami Melavelli 2. ágúst 1913
2:08,8 Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 5. sept 1920
2:03,2 Geir K. Gígja KR Melavelli 18. júní 1927
2:02,7 sami Kaupmannah. 11. júlí 1927
2:02,4 sami Kaupmannah. 11. júlí 1927
2:01,3 sami Danmörku 25. júní 1930
2:02,2 Sigurgeir Ársælsson Á Melavelli 24. júlí 1939
2:00,3 Ólafur Guðmundsson KR Kristianstad 10. sept 1939
2:00,2 sami Kristianstad 1. okt 1939
2:00,0 sami Kristianstad ?? 1940
2:00,2 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 17. júní 1945
1:57,8 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 3. ágúst 1945
1:57,2 sami Melavelli 29. júlí 1946
1:57,2 sami Melavelli 6. ágúst 1946
1:56,1 Óskar Jónsson ÍR Ósló 22. ágúst 1946
1:55,7 sami Melavelli 14. júlí 1948
1:55,4 sami London 30. júlí 1948
1:54,0 sami Ósló 13. ágúst 1948
1:54,0 Þórir Þorsteinsson Á Melavelli 22. júlí 1955
1:52,6 sami Stokkhólmi 22. ágúst 1955
1:51,9 Svavar Markússon KR Búkarest 1. okt 1955
1:51,8 sami Búkarest 2. okt 1955
1:50,5 sami Stokkhólmi 19. ágúst 1958
1:50,2 Þorsteinn Þorsteinsson KR Dublin 25. júní 1967
1:50,1 sami Stavanger 11. júlí 1967
1:49,32 Jón Diðriksson UMSB Piteå 2. ágúst 1978
1:49,2 sami Bonn 22. maí 1982
1:48,83 Erlingur Jóhannsson UBK Ósló 4. júlí 1987



Aths.
Má vera, að fyrsta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi hafi verið hlaupið í Vestamannaeyjum? Það er 64$ spurning sögu þessarar greinar frjálsíþróttanna! Fyrir því hef ég fundið heimild, að þar hafi verið keppt í 800 metra hlaupi árið 1909, sigurvegari verið Jóhann A. Bjarnasen. Hvorki er getið um tíma né nánari dagsetningu. Mikla leit hef ég lagt í að finna meira um þetta, en án árangurs hingað til. Verður fróðlegt að vita hvort eitthvað komi einhvern tíma út úr áframhaldandi leit. Víst mun vera, að Jóhann þessi hafi verið mikill íþróttakappi í Eyjum í æsku.

Mörg metanna sem hér er að finna voru aldrei staðfest. Þar á meðal fyrra met Sigurjóns Péturssonar sem var 880 enskir jardar, öðru nafni stikur, eða 804 metrar. Heldur ekki tvö af metum Geirs J. Gígju í Kaupmannahöfn né tvö af þremur metum Ólafs Guðmundssonar í Svíþjóð. Og heldur ekki tvö jöfnunarmet Kjartans Jóhannssonar. Allur mun þessi árangur þó góður og gildur og því talinn til meta hér, minnst er þó vitað um síðasta met Ólafs.

Eins og með svo mörg hlaupamet í millilengdum er met Erlings Jóhannssonar komið nokkuð til ára sinna, orðið aldarfjórðungs gamalt. Síðasta metið í 800 metra hlaupi sett á Íslandi er frá 22. júlí 1955, eða fyrir tæpum 58 árum þegar þetta er skrifað. Drjúgur meirihluti metanna frá upphafi er settur erlendis, flest af mönnum sem þar dvöldust langdvölum vegna náms og/eða vinnu. Eini hlauparinn sem sett hefur Íslandsmet í 800 metrum á heimavelli eftir að hafa afrekað það á erlendri grundu er Óskar Jónsson.


Sunday, February 24, 2013

Íslandsmetin í 1000 m hlaupi karla frá upphafi

3:03.0 Sigurjón Pétursson Á Melunum 2. ágúst 1909
2:45.0 sami Melunum 5. júní 1910
2:42.0 Geir K. Gígja KR Kaupm.höfn 11. maí 1930
2:39.0 sami Kaupm.höfn 16. maí 1930
2:38.4 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 25. júlí 1945
2:35.2 sami Melavelli 17. ágúst 1945
2:32.4 Óskar Jónsson ÍR Melavelli 26. júlí 1947
2:27.8 sami Gautaborg 27. ágúst 1948
2:26.8 Svavar Markússon KR Melavelli 2. júlí 1956
2:23.8 sami Lundi 24. sept 1957
2:23.6 sami Karlstad 15. ágúst 1958
2:22.3 sami Lundi 10. sept 1958
2:21.4 Jón Diðriksson UMSB Koblenz byrj ágúst 1979
2:21.1 Jón Diðriksson UMSB Minden 15. júní 1980



Kílómeterinn er sjaldgæf keppnisgrein og metið því ekki hlutfallslega jafn sterkt og í 800 metra hlaupi. Annað metið í greininni er orpið þeim vafa, að það hefur að líkindum verið hlaupið á beinum vegi. Álykta má að það hafi ekki verið sett á hringbraut þar sem heimildir herma, að metið hafi verið sett í meðvindi!

Fyrstu þrjú metin sem hér eru tilgreind voru aldrei formlega staðfest þótt afrekin hafi verið réttilega unnin.

Ekki hefur verið hróflað við Íslandsmeti Jóns Diðrikssonar í rúm 30 ár en Guðmundur Skúlason Ármanni var aðeins eina sekúndu frá því á móti í Kaupmannahöfn árið 1983. Er það næstbesti tíminn frá upphafi. 

Þá hafa alls 12 manns hlaupið undir 2:30 mínútum á vegalengdinni og einu methafarnir í þeim hópi eru Svavar Markússon og Jón.
 

Íslandsmetin í 1500 m hlaupi karla frá upphafi

4:52,8 Magnús Tómasson Kjaran ÍR Melavelli 2. ágúst 1913
4:41,2 Ingimar Jónsson Á Melavelli 17. júní 1920
4:28,6 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 17. júní 1921
4:25,8 sami Melavelli 17. júní 1922
4:25,6 sami Melavelli 15. sept. 1923
4:16,2 Geir Gígja KR Kaupmannah. 13. júlí 1927
4:11,0 sami Kaupmannah. 15. júlí 1927
4:11,0 Sigurgeir Ársælsson Á Melavelli 10. sept. 1939
4:09,4 Óskar Jónsson ÍR Melavelli 7. ágúst 1945
4:03,2 sami Melavelli 16. júlí 1946
4:00,6 sami Melavelli 7. ágúst 1946
3:58,4 sami Ósló 24. ágúst 1946
3:53,4 sami Ósló 27. ágúst 1947
3:53,2 Svavar Markússon KR Rotterdam 24. júlí 1956
3:51,2 sami Kaupmannah. 27. sept. 1956
3:50,8 sami Gautaborg 22. sept. 1957
3:47,8 sami Vesterås 13. ágúst 1958
3:47,8 sami Ósló 20. júní 1960
3:47,1 sami Róm 3. sept. 1960
3:45,8 Ágúst Ásgeirsson ÍR Papendal 9. júní 1976
3:45,47 sami Montreal 29. júlí 1976
3:44,4 Jón Diðriksson UMSB Valbjarnarv. 9. ágúst 1978
3:43,2 sami Köln 11. ágúst 1979
3:42,7 sami Koblenz byrjun sept 1979
3:42,7 sami Troisdorf 28. júní 1980
3:41,77 sami Stokkhólmi 8. júlí 1980
3:41,65 sami Rehlingen 31. maí 1982
 

Íslandsmetin í 1500 metra hlaupi karla eru orðin 27 frá því Magnús Tómasson Kjaran setti hið fyrsta á Melavelli á þjóðhátíðarmótinu 2. ágúst 1913. Drjúgur meirihluti metanna, eða 17, er settur erlendis, í meiri keppni og við hagstæðari veðurskilyrði en glíma hefur þurft við á Íslandi.

Og hlaupararnir hafa farið víða því metin 17 eru sett í 13. mismunandi bæjum og borgum. Frá því Óskar Jónsson setti met á Melavelli 7. ágúst 1946 (4:00,6 mín) hefur aðeins eitt metanna verið sett hér á landi. Þar var að verki Jón Diðriksson á Valbjarnarvelli 9. ágúst 1978.

Jón og Óskar eru einu hlaupararnir sem sett hafa met í 1500 metra hlaupi bæði á Íslandi og erlendis. Óskar setti fimm met í upphafi svonefndrar gullaldar Íslendinga í frjálsíþróttum  og Jón sex, eða jafnmörg og Svavar Markússon sem setti öll sín met á erlendri grundu.

Eftir að Jón hófst handa við metasláttu sína sótti hann stíft niður að 3:40 mínútna múrnum og met hans í enskri mílu samsvarar tíma líklega nær honum en metið í 1500 m. Því miður var múr þessi eigi rofinn og hefur enginn skákað síðasta meti Jóns frá 1982.
 

Thursday, February 7, 2013

Íslandsmetin í enskri mílu karla frá upphafi

4:40.4 Sigurgeir Ársælsson Á Melavelli 8. júlí 1941
4:37.0 Stefán Gunnarsson Á Melavelli 23. sept 1948
4:25.8 Óskar Jónsson ÍR Glasgow 27. júní 1949
4:21.4 Pétur Einarsson ÍR Bislet 1. sept 1950
4:15.8 Svavar Markússon KR Melavelli 13. júlí 1956
4:13.8 sami Melavelli 21.júní 1957
4:10.7 sami Gautaborg 26. ágúst 1957
4:07.1 sami Gautaborg 22. sept 1957
3:57.63 Jón Diðriksson UMSB Koblenz 25. ágúst 1982

Aths.

Ensk míla var hlaupin í fyrsta sinn, að því er næst verður komist, á Melavellinum þriðjudaginn 27. júlí 1937. Eiginlega var um 1500 metra hlaup að ræða í bæjarkeppni Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en sænskur hlaupari, O. Bruce, veitti hinum íslensku forgjöf með því að byrja 109 metrum aftan við þá, þ.e. hlaupa heila mílu. Varð hann annar í mark, hljóp míluna á 4:23,8 mín. og komst fram úr öllum nema Eyjamanninum Jóni Jónssyni sem hljóp 1500 metrana á 4:20,0 mín.

Hið athyglisverða við árangur Jóns Jónssonar, er að tími hans var sá besti, sem náðst hafði hér á landi í 1500 metra hlaupi, því Geir Gígja setti met sitt, 4:11 mín., í Kaupmannahöfn.

Fyrsta raunverulega keppnin í einnar enskrar mílu hlaupi (1609,35 metrar) fór fram í tengslum við lokaleik fyrsta Íslandsmótsins í útihandknattleik kvenna á Melavellinum. Mótinu lauk með sigri Akureyrarstúlknanna úr Þór. Aldrei var sótt um staðfestingu á afrekinu sem meti. Sex menn tóku þátt í hlaupinu, en á eftir Sigurgeiri Ársælssyni urðu Evert Magnússon Ármanni á 4:47,2 mín., Árni Kjartansson Ármanni á 4:47,8 mín., Indriði Jónsson KR á 4:48,2 mín., en ekki er getið um tíma Gunnars Sigurðssonar ÍR og Harðar Hafliðasonar Á.

Ágúst Ásgeirsson hjó nærri metinu í Southampton í Englandi 22. maí 1977, hljóp á 4:08,4 mín. Brynjúlfur Heiðar Hilmarsson UÍA hljóp á 4:10,11 í Gautaborg 12. maí 1986 og Sveinn Margeirsson á 4:11,23 í Austin í Texas 3. apríl 1999.

Er Svavar setti fyrsta metið var Sigurður Guðnason ÍR einnig undir því gamla, hljóp á 4:17,8 mín.

Árangur Jóns Diðrikssonar í míluhlaupinu er í algjörum sérflokki en hann náði honum á öflugu alþjóðlegu móti í Þýskalandi. Bætti hann metið í einni svipan um tæplega 10 sekúndur. Er Jón eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur þessa vegalengd á undir fjórum mínútum. Og gerði nokk betur en Roger Bannister sem fyrstur varð undir múr þennan, hljóp á 3:59,4 í Oxford í Englandi 6. maí 1954.
 

Wednesday, February 6, 2013

Íslandsmetin í 2000 m hlaupi karla frá upphafi

5:42,6 Óskar Jónsson ÍR Melavelli 2. júlí 1947
5:38,8 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 16.júlí 1953
5:29,2 Svavar Markússon KR Melavelli 9. júlí 1956
5:27,0 Kristleifur Guðbjörnsson KR Melavelli 16. júlí 1959
5:22,8 Jón Diðriksson UMSB Dortmund 18. sept 1976
5:11,34 sami Arnberg 7. júlí 1981


Aths.
Grein sem sjaldan er keppt í, líklega sett upp hér á landi í þeim tilgangi einum að reyna við met. Öll metin sett í júlímánuði nema fyrra met Jóns Diðrikssonar.


Íslandsmetin í 3000 metra hlaupi karla frá upphafi

9:46.0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 8. júlí 1922
9:01.5 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 25. júlí 1922
8:52.2 Óskar Jónsson ÍR Gautaborg 29. ágúst 1946
8:50.2 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 20. sept 1952
8:45.8 sami UMSE Akureyri 10. maí 1954
8:45.6 Sigurður Guðnason ÍR Södertälje 30. ágúst 1955
8:45.2 sami Melavelli 27. júní 1956
8:43.2 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 1. júní 1957
8:38.4 Kristlefir Guðbjörnsson KR Melavelli 22. júní 1957
8:37.6 Kristján Jóhannsson ÍR Malmö 22. júlí 1957
8:34.8 Kristleifur Guðbjörnsson KR Nyborg 8. sept 1957
8:23.0 sami Bagsværd 6. sept 1958
8:22.8 sami Borås 18. ágúst 1959
8:21.0 sami Sarpsborg 26. ágúst 1959
8:17.6 Ágúst Ásgeirsson ÍR Cleckheaton 28. apríl 1976
8:09.1 Jón Diðriksson UMSB Troisdorf 28. apríl 1979
8:05.63 sami Köln 28. ágúst 1983


Aths.
Það var að sönnu fyrsta keppni í 3.000 metra hlaupi hér á landi sem fram fór á Melavelli 1922 er Guðjón setti met það, sem hann er hér skráður fyrir. Var þetta fyrsta staðfesta metið í greininni, þrátt fyrir það að Jón Kaldal hafði sex sinnum hlaupið hraðar í Danmörku 1918 – 1921. Aðeins besti árangur hans á vegalengdinni var staðfestur sem met síðar, eins og í öðrum greinum.

Óskar Jónsson varð fyrstur til að rjúfa níu mínútna múrinn og síðar skiptust félagar hans úr ÍR, Kristján Jóhannsson og Sigurður Guðnason, á um að bæta metið. Og Kristján skiptist síðan á við Kristleif Guðbjörnsson að bæta það. Kristleifur setti sitt fyrsta met af fimm á 50. ára afmælismóti ÍR á Melavellinum. Hin fjögur setti hann í keppni á Norðurlöndum og með tímanum stórbætti Kristleifur metið. Stóð besti árangur hans óhaggaður í 17 ár.

Ég hef varið ómældum tíma í að grafa upp árangur Jóns Kaldal í 3.000 metra hlaupi á Kaupmannahafnarárum hans. Áfram mun ég reyna að fá endanlegan botn í það, en útlit er fyrir að „metaskrá“ hans sé á þessa lund:
 
? Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 11. ágúst 1918
9:31.0 sami Kaupmannahöfn 19. sept. 1918
? sami Kaupmannahöfn 3. júní 1919
9:18.0 sami Kaupmannahöfn 6.-8. júlí 1919
9:04.0 sami Kaupmannahöfn 15. júní 1920
9:01.5 sami Kaupmannahöfn 25. júlí 1922

Monday, February 4, 2013

Íslandsmetin í 5.000 metrum karla frá upphafi

17:47 2 Ingimar Jónsson Á Melavelli 18. júní 1920
17:00 0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 17. júní 1921
16:20 0 Jón J. Kaldal ÍR Melavelli 27. ágúst 1921
16:06 0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 18. júní 1922
15:23 0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 6. ágúst 1922
15:20 0 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 8. júlí 1952
15:11 8 sami Lahti 29. júlí 1952
15:07 8 sami UMSE Akureyri 16. maí 1954
14:56 2 sami ÍR Melavelli 1. júlí 1957
14:51 2 Kristleifur Guðbjörnsson KR Búkarest 13. sept 1958
14:33 4 sami Melavelli 23. júní 1959
14:32 0 sami Árósum 3. sept 1964
14:26 2 Sigfús Jónsson ÍR Edinborg 28. júní 1975
14:13 18 Jón Diðriksson UMSB Dublin 21. ágúst 1983
14:07 13 Kári Steinn Karlsson UBK Stanford 4. maí 2008
14:06 61 sami Palo Alto 2. maí 2009
14:01 99 sami Stanford 26. mars 2010


Aðeins besta afrek Jóns J. Kaldal í 5 km hlaupi erlendis var staðfest sem Íslandsmet, enda þótt hann hlypi þegar árið 1918 undir 17 mín. Saga bestu afreka Kaldals er því í raun hin „rétta“ metasaga, en af tillittsemi við þá sem skráðir voru fyrir metum er ofangreindur listi hafður eins og hann er.

Hér á eftir fer hins vegar skrá yfir methlaup Kaldals ytra:

16:44.0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 29. ágúst 1918
16:25.7 sami ? 1919
? sami Malmö ?? 1919
15:59.4 sami Kaupmannahöfn snemma júní 1920
15:48.0 sami ? 20. júní 1920
15:41.5 sami ? 6. júlí i1920
15:38.2 sami Kaupmannahöfn 17. júlí 1920
15:35.6 sami ? 19. júní 1921
15:25.6 sami ? 26. júní 1922
15:23.0 sami ? 6. ágúst 1922

Aths.

Fyrsta skráða metið í 5 km hlaupi fór fram á Leikmóti ÍR á Melavellinum 17.-18. júní 1920. Vísir segir að það hafi verið fyrsta 5 km hlaupið í landinu en aðrir fjölmiðlar eru ekki á sama máli og segja að gamla metið á þessari vegalengd hafi verið 18:45 mín.

Sömuleiðis er þessi tími sagður met í metatöflu eftir forseta ÍSÍ, Benedikt Waage, í Morgunblaðinu 28. maí 1916. Áköf leit að því hver setti þetta met hefur farið fram. Stendur hún enn yfir af minni hálfu og vonandi tekst að leiða sannleikann í ljós um eiganda þess.

Víst er, að þegar hér kemur sögu hafði Jón J. Kaldal hlaupið langtum hraðar á mótum í Danmörku og Svíþjóð. Og enda þótt hann hlypi þegar árið 1918 undir 17 mínútum og allur hans árangur lægi staðfestur fyrir tók ÍSÍ þá afstöðu að skrá aðeins besta hlaup hans í Danmörku sem Íslandsmet.

Saga bestu afreka Kaldals er því samhljóða því sem hin „rétta“ metasaga er, enda þótt á annan veg sé staðfest, samanber ofar. Þar sem ég hef sett spurningamerki um staðsetningu er að miklum líkindum um Kaupmannahöfn að ræða. 

 

Saturday, February 2, 2013

Íslandsmetið í 10 km hlaupi karla frá upphafi

38:19,0 Guðmundur Jónsson ÍR Melavelli 3. ágúst 1913
35:55,0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn vorið 1919
34:13,8 Jón J. Kaldal ÍR Melavelli 28. ágúst 1921
34:06,1 Karl Sigurhansson Týr Melavelli 21. júní 1932
33:57,6 Victor E. Münch Á Melavelli 25. sept 1950
33:05,6 Stefán Gunnarsson Á Melavelli 21. ágúst 1951
32:00,0 Kristján Jóhannsson ÍR Helsinki 20. júlí 1952
31:45,8 sami Reykjavík 25. ágúst 1953
31:37,6 sami Moskvu 30. júlí 1957
30:19,0 Sigfús Jónsson ÍR London 17. apríl 1974
30:10,0 sami Sjotsí 12. maí 1976
29:31,82 Kári Steinn Karlsson UBK Berkeley 15. maí 2010
29:28,05 sami Stanford 5. apríl 2008
 

Aths.
Í víðavangshlaupum í Danmörku 1919 og 1920 hljóp Jón J. Kaldal þrisvar sinnum á betri tíma en í  staðfestu Íslandsmeti í 10 km.


Árið 1933 hljóp Karl Sigurhansson Týr í Vetmannaeyjum 10 km á 32:52,0 mín. Það gerði hann einsamall á eins km hring, en er sagður hafa haft „pace“. Í hverju sú aðstoð var fólgin hefur mér ekki tekist að leiða fram.
 


Fyrir mistök brautarstarfsmanna varð 10 km hlaupið í landskeppninni í Ósló gegn Norðmönnum og Dönum 29. júní 1951 aðeins 9.600 metrar. Einn hring vantaði upp á fulla vegalengd. Kristján Jóhannsson hljóp á 32:06,0 mín., eða sem svarar ca. 33:20 á allri vegalengdinni. Varð hann því af meti því gildandi Íslandsmet var 33:57,6 mín.

Fyrsta met sitt setti Kristján árið eftir í úrslitum í 10 km hlaupi á ólympíuleikunum í Helsinki. Einvígið um sigurinn í því hlaupi er meðal annáluðustu langhlaupum sögunnar. Leið allt þar til á ólympíuleikunum í London í fyrra, að Ísland átti keppanda í úrslitum í langhlaupi karla á ólympíuleikum.

Fyrra met sitt setti Sigfús Jónsson á sama velli og Kristján setti sitt síðasta, í Moskvu í Rússlandi. Kári Steinn Karlsson er fyrsti og til þessa eini íslenski hlauparinn til að klára 10 km á innan við hálfri klukkustund.
 


Íslandsmetin í 110 grind frá upphafi

21,0 Kristinn Pétursson ÍR Melavelli 20. júní 1911
20,8 Ingvar Ólafsson KR Melavelli 20. júní 1928
19,7 Helgi Eiríksson ÍR Melavelli 14. ágúst 1928
20,2 Stefán Bjarnason Á Melavelli 17. júní 1931
19,4 Ingvar Ólafsson KR Melavelli 24 ágúst 1931
18,4 sami Melavelli 16. sept. 1931
18,0 sami Melavelli 1. ágúst 1932
17,6 Jóhann Jóhannsson Á Melavelli 31. júlí 1936
17,6 Ólafur Guðmundsson KR Melavelli 29. ágúst 1937
17,0 sami Melavelli 1. sept. 1937
17,0 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 11. júlí 1944
16,5 sami Melavelli 27. maí 1945
16,2 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Melavelli 7. ágúst 1946
15,8 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 12. ágúst 1947
15,3 Haukur Clausen ÍR Melavelli 27. júní 1948
15,3 Örn Clausen ÍR Ósló 13. ágúst 1948
15,3 sami Falun 10. sept. 1948
15,2 sami Melavelli 13. júlí 1949
15,0 sami Melavelli 20. ágúst 1949
15,0 sami Ósló 1. sept. 1950
15,0 sami Ósló 2. sept. 1950
14,9 sami London 14. júlí 1951
14,8 sami Melavelli 20. júlí 1951
14,7 sami Melavelli 30. júlí 1951
14,6 Pétur Rögnvaldsson KR Melavelli 18. ágúst 1957
14,6 sami Laugardalsvelli 7. ágúst 1960.
14,5 sami Laugardalsvelli 11. ágúst 1960
14,6 Þorvaldur Víðir Þórsson ÍR Westwood 6. mars 1982
14,4 sami San Jose 13. mars 1982
14,4 sami San Jose 20. mars 1982
14,4 sami Los Gatos 8. maí 1982
14,47 sami Logan í Utah 15. maí 1982
14,3 sami San Jose 7. maí 1982
14,36 sami Santa Barbara 13. maí 1983
14,36 Jón Arnar Magnússon UMSS Varmárvelli 21. maí 1994
14,32 sami Götzis 28. maí 1995
14,19 sami Tallinn 11. júní 1995
14,00 sami Götzis 1. júní 1997
13,91 sami Laugardalsvelli 6. júní 1997
 
Aths.
Framan af töluðu fjölmiðlar um grindahlaup sem „girðingahlaup“. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að mönnum láðist að staðfesta árangur Kristins Péturssonar sem fyrsta met í greininni.

Einhverra hluta vegna var þriðja metið, Helga Eiríkssonar ÍR á Meistaramóti Íslands 1928, aldrei staðfest en þó var sótt um það.

Árangur Ingvars Ólafssonar á meistaramótinu 1931 (19,4 sek) var heldur ekki staðfestur af þeirri ástæðu að hann felldi eina grindina á leiðinni í mark. Slíkt var andstætt reglum og því var metið ekki viðurkennt. Í hlaupinu var Friðrik Jessen einnig undir gamla metinu (hljóp á 19,8 sek) en felldi einnig eina grind.

Svo virðist sem ekki hafi verið sótt um metviðurkenningu fyrir 17,0 sekúndna hlaup Skúla Guðmundssonar er hann jafnaði met Ólafs Guðmundssonar 1944. Því var sá árangur ekki staðfestur sem metjöfnun. Hið sama er að segja um árangur Ólafs er hann jafnaði met Jóhanns Jóhannssonar, lengi formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns, árið 1937.

Örn Clausen var iðinn við kolann kringum 1950 og setti níu met í 110 grind, þar af a.m.k. eitt í keppni í tugþraut. Í einu af þessum hlaupum (14,9 sek.) keppti hann í 120 stiku (yards) hlaupi, á breska meistaramótinu 14. júlí 1951.

Á æfingu hjá KR á Laugardalsvellinum sumarið 1960 mældist Pétur Rögnvaldsson á 14,5 sek., eða undir fjögurra daga gömlu meti. Hann var einn á ferð og var árangurinn ekki staðfestur. 

Frá 1950 eru langflest metanna í 110 grind sett erlendis en Jón Arnar kom því heim aftur er hann sigraði á Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli sumarið 1997. Varð hann í leiðinni fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 110 grind á undir 14 sekúndum.

Íslandsmetið í 200 m grindahlaupi karla frá upphafi

29,1 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 28. júní 1944
27,3 Ingi Þorsteinsson KR Melavelli 16. sept 1948
25,4 Haukur Clausen ÍR Melavelli 30. sept 1948
25,4 sami Linköping 9. sept 1950
24,4 Örn Clausen ÍR Melavelli 23. júní 1951
24,2 Stefán Hallgrímsson KR Valbjarnarvelli 26. sept 1982
24,2 Hjörtur Gíslason KR Valbjarnarvelli 26. sept 1982
23,8 Þorvaldur Víðir Þórsson ÍR Valbjarnarvelli 30. ágúst 1983



Aths.
Þetta var ekki algeng keppnisgrein á mótum en fyrst spreyttu menn sig á henni þjóðhátíðarárið 1944 á innanfélagsmóti KR, á „gamla íþróttavellinum“ eins og Melavöllur var títt nefndur í þá tíð. Skúli Guðmundsson var kraftmikill frjálsíþróttamaður á þessum árum, bæði í hlaupum og stökkum, mestu afrekin vann hann í hástökki.

Er Ingi Þorsteinsson tók met Skúla var Hörður Haraldsson einnig undir því, hljóp á 29,3 sek. Clausenbræður bættu metið verulega og stóð það óhaggað frá 1951 til 1982 eða í 31 ár. Ástæðan er líklega helst sú, að afar sjaldgæft var að 200 metra grind væri keppnisgrein á mótum. Í síðustu tíð, 1982 og 1983,  var líklega bara keppt til að reyna bæta metið, enda bestu grindahlauparar landsins á ferð.

Þegar Örn Clausen setti met sitt mun hlaupari úr öðru félagi hafa hlaupið við hlið hans á grindalausri braut. Með því hafi hann verið „dreginn“ áfram.