Saturday, February 2, 2013

Íslandsmetið í 10 km hlaupi karla frá upphafi

38:19,0 Guðmundur Jónsson ÍR Melavelli 3. ágúst 1913
35:55,0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn vorið 1919
34:13,8 Jón J. Kaldal ÍR Melavelli 28. ágúst 1921
34:06,1 Karl Sigurhansson Týr Melavelli 21. júní 1932
33:57,6 Victor E. Münch Á Melavelli 25. sept 1950
33:05,6 Stefán Gunnarsson Á Melavelli 21. ágúst 1951
32:00,0 Kristján Jóhannsson ÍR Helsinki 20. júlí 1952
31:45,8 sami Reykjavík 25. ágúst 1953
31:37,6 sami Moskvu 30. júlí 1957
30:19,0 Sigfús Jónsson ÍR London 17. apríl 1974
30:10,0 sami Sjotsí 12. maí 1976
29:31,82 Kári Steinn Karlsson UBK Berkeley 15. maí 2010
29:28,05 sami Stanford 5. apríl 2008
 

Aths.
Í víðavangshlaupum í Danmörku 1919 og 1920 hljóp Jón J. Kaldal þrisvar sinnum á betri tíma en í  staðfestu Íslandsmeti í 10 km.


Árið 1933 hljóp Karl Sigurhansson Týr í Vetmannaeyjum 10 km á 32:52,0 mín. Það gerði hann einsamall á eins km hring, en er sagður hafa haft „pace“. Í hverju sú aðstoð var fólgin hefur mér ekki tekist að leiða fram.
 


Fyrir mistök brautarstarfsmanna varð 10 km hlaupið í landskeppninni í Ósló gegn Norðmönnum og Dönum 29. júní 1951 aðeins 9.600 metrar. Einn hring vantaði upp á fulla vegalengd. Kristján Jóhannsson hljóp á 32:06,0 mín., eða sem svarar ca. 33:20 á allri vegalengdinni. Varð hann því af meti því gildandi Íslandsmet var 33:57,6 mín.

Fyrsta met sitt setti Kristján árið eftir í úrslitum í 10 km hlaupi á ólympíuleikunum í Helsinki. Einvígið um sigurinn í því hlaupi er meðal annáluðustu langhlaupum sögunnar. Leið allt þar til á ólympíuleikunum í London í fyrra, að Ísland átti keppanda í úrslitum í langhlaupi karla á ólympíuleikum.

Fyrra met sitt setti Sigfús Jónsson á sama velli og Kristján setti sitt síðasta, í Moskvu í Rússlandi. Kári Steinn Karlsson er fyrsti og til þessa eini íslenski hlauparinn til að klára 10 km á innan við hálfri klukkustund.
 


No comments:

Post a Comment