Thursday, February 28, 2013

Íslandsmetin í 800 m hlaupi karla frá upphafi

???? Jóhann Á. Bjarnason Vestm.eyjum ?? ?? 1909
2:19,0 Sigurjón Pétursson Á Melunum ??. júní 1911
2:15,5 sami Melavelli 2. ágúst 1913
2:08,8 Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 5. sept 1920
2:03,2 Geir K. Gígja KR Melavelli 18. júní 1927
2:02,7 sami Kaupmannah. 11. júlí 1927
2:02,4 sami Kaupmannah. 11. júlí 1927
2:01,3 sami Danmörku 25. júní 1930
2:02,2 Sigurgeir Ársælsson Á Melavelli 24. júlí 1939
2:00,3 Ólafur Guðmundsson KR Kristianstad 10. sept 1939
2:00,2 sami Kristianstad 1. okt 1939
2:00,0 sami Kristianstad ?? 1940
2:00,2 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 17. júní 1945
1:57,8 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 3. ágúst 1945
1:57,2 sami Melavelli 29. júlí 1946
1:57,2 sami Melavelli 6. ágúst 1946
1:56,1 Óskar Jónsson ÍR Ósló 22. ágúst 1946
1:55,7 sami Melavelli 14. júlí 1948
1:55,4 sami London 30. júlí 1948
1:54,0 sami Ósló 13. ágúst 1948
1:54,0 Þórir Þorsteinsson Á Melavelli 22. júlí 1955
1:52,6 sami Stokkhólmi 22. ágúst 1955
1:51,9 Svavar Markússon KR Búkarest 1. okt 1955
1:51,8 sami Búkarest 2. okt 1955
1:50,5 sami Stokkhólmi 19. ágúst 1958
1:50,2 Þorsteinn Þorsteinsson KR Dublin 25. júní 1967
1:50,1 sami Stavanger 11. júlí 1967
1:49,32 Jón Diðriksson UMSB Piteå 2. ágúst 1978
1:49,2 sami Bonn 22. maí 1982
1:48,83 Erlingur Jóhannsson UBK Ósló 4. júlí 1987



Aths.
Má vera, að fyrsta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi hafi verið hlaupið í Vestamannaeyjum? Það er 64$ spurning sögu þessarar greinar frjálsíþróttanna! Fyrir því hef ég fundið heimild, að þar hafi verið keppt í 800 metra hlaupi árið 1909, sigurvegari verið Jóhann A. Bjarnasen. Hvorki er getið um tíma né nánari dagsetningu. Mikla leit hef ég lagt í að finna meira um þetta, en án árangurs hingað til. Verður fróðlegt að vita hvort eitthvað komi einhvern tíma út úr áframhaldandi leit. Víst mun vera, að Jóhann þessi hafi verið mikill íþróttakappi í Eyjum í æsku.

Mörg metanna sem hér er að finna voru aldrei staðfest. Þar á meðal fyrra met Sigurjóns Péturssonar sem var 880 enskir jardar, öðru nafni stikur, eða 804 metrar. Heldur ekki tvö af metum Geirs J. Gígju í Kaupmannahöfn né tvö af þremur metum Ólafs Guðmundssonar í Svíþjóð. Og heldur ekki tvö jöfnunarmet Kjartans Jóhannssonar. Allur mun þessi árangur þó góður og gildur og því talinn til meta hér, minnst er þó vitað um síðasta met Ólafs.

Eins og með svo mörg hlaupamet í millilengdum er met Erlings Jóhannssonar komið nokkuð til ára sinna, orðið aldarfjórðungs gamalt. Síðasta metið í 800 metra hlaupi sett á Íslandi er frá 22. júlí 1955, eða fyrir tæpum 58 árum þegar þetta er skrifað. Drjúgur meirihluti metanna frá upphafi er settur erlendis, flest af mönnum sem þar dvöldust langdvölum vegna náms og/eða vinnu. Eini hlauparinn sem sett hefur Íslandsmet í 800 metrum á heimavelli eftir að hafa afrekað það á erlendri grundu er Óskar Jónsson.


No comments:

Post a Comment