Saturday, February 2, 2013

Íslandsmetið í 200 m grindahlaupi karla frá upphafi

29,1 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 28. júní 1944
27,3 Ingi Þorsteinsson KR Melavelli 16. sept 1948
25,4 Haukur Clausen ÍR Melavelli 30. sept 1948
25,4 sami Linköping 9. sept 1950
24,4 Örn Clausen ÍR Melavelli 23. júní 1951
24,2 Stefán Hallgrímsson KR Valbjarnarvelli 26. sept 1982
24,2 Hjörtur Gíslason KR Valbjarnarvelli 26. sept 1982
23,8 Þorvaldur Víðir Þórsson ÍR Valbjarnarvelli 30. ágúst 1983



Aths.
Þetta var ekki algeng keppnisgrein á mótum en fyrst spreyttu menn sig á henni þjóðhátíðarárið 1944 á innanfélagsmóti KR, á „gamla íþróttavellinum“ eins og Melavöllur var títt nefndur í þá tíð. Skúli Guðmundsson var kraftmikill frjálsíþróttamaður á þessum árum, bæði í hlaupum og stökkum, mestu afrekin vann hann í hástökki.

Er Ingi Þorsteinsson tók met Skúla var Hörður Haraldsson einnig undir því, hljóp á 29,3 sek. Clausenbræður bættu metið verulega og stóð það óhaggað frá 1951 til 1982 eða í 31 ár. Ástæðan er líklega helst sú, að afar sjaldgæft var að 200 metra grind væri keppnisgrein á mótum. Í síðustu tíð, 1982 og 1983,  var líklega bara keppt til að reyna bæta metið, enda bestu grindahlauparar landsins á ferð.

Þegar Örn Clausen setti met sitt mun hlaupari úr öðru félagi hafa hlaupið við hlið hans á grindalausri braut. Með því hafi hann verið „dreginn“ áfram.
 

No comments:

Post a Comment