Wednesday, February 6, 2013

Íslandsmetin í 3000 metra hlaupi karla frá upphafi

9:46.0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 8. júlí 1922
9:01.5 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 25. júlí 1922
8:52.2 Óskar Jónsson ÍR Gautaborg 29. ágúst 1946
8:50.2 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 20. sept 1952
8:45.8 sami UMSE Akureyri 10. maí 1954
8:45.6 Sigurður Guðnason ÍR Södertälje 30. ágúst 1955
8:45.2 sami Melavelli 27. júní 1956
8:43.2 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 1. júní 1957
8:38.4 Kristlefir Guðbjörnsson KR Melavelli 22. júní 1957
8:37.6 Kristján Jóhannsson ÍR Malmö 22. júlí 1957
8:34.8 Kristleifur Guðbjörnsson KR Nyborg 8. sept 1957
8:23.0 sami Bagsværd 6. sept 1958
8:22.8 sami Borås 18. ágúst 1959
8:21.0 sami Sarpsborg 26. ágúst 1959
8:17.6 Ágúst Ásgeirsson ÍR Cleckheaton 28. apríl 1976
8:09.1 Jón Diðriksson UMSB Troisdorf 28. apríl 1979
8:05.63 sami Köln 28. ágúst 1983


Aths.
Það var að sönnu fyrsta keppni í 3.000 metra hlaupi hér á landi sem fram fór á Melavelli 1922 er Guðjón setti met það, sem hann er hér skráður fyrir. Var þetta fyrsta staðfesta metið í greininni, þrátt fyrir það að Jón Kaldal hafði sex sinnum hlaupið hraðar í Danmörku 1918 – 1921. Aðeins besti árangur hans á vegalengdinni var staðfestur sem met síðar, eins og í öðrum greinum.

Óskar Jónsson varð fyrstur til að rjúfa níu mínútna múrinn og síðar skiptust félagar hans úr ÍR, Kristján Jóhannsson og Sigurður Guðnason, á um að bæta metið. Og Kristján skiptist síðan á við Kristleif Guðbjörnsson að bæta það. Kristleifur setti sitt fyrsta met af fimm á 50. ára afmælismóti ÍR á Melavellinum. Hin fjögur setti hann í keppni á Norðurlöndum og með tímanum stórbætti Kristleifur metið. Stóð besti árangur hans óhaggaður í 17 ár.

Ég hef varið ómældum tíma í að grafa upp árangur Jóns Kaldal í 3.000 metra hlaupi á Kaupmannahafnarárum hans. Áfram mun ég reyna að fá endanlegan botn í það, en útlit er fyrir að „metaskrá“ hans sé á þessa lund:
 
? Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 11. ágúst 1918
9:31.0 sami Kaupmannahöfn 19. sept. 1918
? sami Kaupmannahöfn 3. júní 1919
9:18.0 sami Kaupmannahöfn 6.-8. júlí 1919
9:04.0 sami Kaupmannahöfn 15. júní 1920
9:01.5 sami Kaupmannahöfn 25. júlí 1922

No comments:

Post a Comment