Sunday, February 24, 2013

Íslandsmetin í 1500 m hlaupi karla frá upphafi

4:52,8 Magnús Tómasson Kjaran ÍR Melavelli 2. ágúst 1913
4:41,2 Ingimar Jónsson Á Melavelli 17. júní 1920
4:28,6 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 17. júní 1921
4:25,8 sami Melavelli 17. júní 1922
4:25,6 sami Melavelli 15. sept. 1923
4:16,2 Geir Gígja KR Kaupmannah. 13. júlí 1927
4:11,0 sami Kaupmannah. 15. júlí 1927
4:11,0 Sigurgeir Ársælsson Á Melavelli 10. sept. 1939
4:09,4 Óskar Jónsson ÍR Melavelli 7. ágúst 1945
4:03,2 sami Melavelli 16. júlí 1946
4:00,6 sami Melavelli 7. ágúst 1946
3:58,4 sami Ósló 24. ágúst 1946
3:53,4 sami Ósló 27. ágúst 1947
3:53,2 Svavar Markússon KR Rotterdam 24. júlí 1956
3:51,2 sami Kaupmannah. 27. sept. 1956
3:50,8 sami Gautaborg 22. sept. 1957
3:47,8 sami Vesterås 13. ágúst 1958
3:47,8 sami Ósló 20. júní 1960
3:47,1 sami Róm 3. sept. 1960
3:45,8 Ágúst Ásgeirsson ÍR Papendal 9. júní 1976
3:45,47 sami Montreal 29. júlí 1976
3:44,4 Jón Diðriksson UMSB Valbjarnarv. 9. ágúst 1978
3:43,2 sami Köln 11. ágúst 1979
3:42,7 sami Koblenz byrjun sept 1979
3:42,7 sami Troisdorf 28. júní 1980
3:41,77 sami Stokkhólmi 8. júlí 1980
3:41,65 sami Rehlingen 31. maí 1982
 

Íslandsmetin í 1500 metra hlaupi karla eru orðin 27 frá því Magnús Tómasson Kjaran setti hið fyrsta á Melavelli á þjóðhátíðarmótinu 2. ágúst 1913. Drjúgur meirihluti metanna, eða 17, er settur erlendis, í meiri keppni og við hagstæðari veðurskilyrði en glíma hefur þurft við á Íslandi.

Og hlaupararnir hafa farið víða því metin 17 eru sett í 13. mismunandi bæjum og borgum. Frá því Óskar Jónsson setti met á Melavelli 7. ágúst 1946 (4:00,6 mín) hefur aðeins eitt metanna verið sett hér á landi. Þar var að verki Jón Diðriksson á Valbjarnarvelli 9. ágúst 1978.

Jón og Óskar eru einu hlaupararnir sem sett hafa met í 1500 metra hlaupi bæði á Íslandi og erlendis. Óskar setti fimm met í upphafi svonefndrar gullaldar Íslendinga í frjálsíþróttum  og Jón sex, eða jafnmörg og Svavar Markússon sem setti öll sín met á erlendri grundu.

Eftir að Jón hófst handa við metasláttu sína sótti hann stíft niður að 3:40 mínútna múrnum og met hans í enskri mílu samsvarar tíma líklega nær honum en metið í 1500 m. Því miður var múr þessi eigi rofinn og hefur enginn skákað síðasta meti Jóns frá 1982.
 

No comments:

Post a Comment