Monday, February 4, 2013

Íslandsmetin í 5.000 metrum karla frá upphafi

17:47 2 Ingimar Jónsson Á Melavelli 18. júní 1920
17:00 0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 17. júní 1921
16:20 0 Jón J. Kaldal ÍR Melavelli 27. ágúst 1921
16:06 0 Guðjón Júlíusson ÍK Melavelli 18. júní 1922
15:23 0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 6. ágúst 1922
15:20 0 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 8. júlí 1952
15:11 8 sami Lahti 29. júlí 1952
15:07 8 sami UMSE Akureyri 16. maí 1954
14:56 2 sami ÍR Melavelli 1. júlí 1957
14:51 2 Kristleifur Guðbjörnsson KR Búkarest 13. sept 1958
14:33 4 sami Melavelli 23. júní 1959
14:32 0 sami Árósum 3. sept 1964
14:26 2 Sigfús Jónsson ÍR Edinborg 28. júní 1975
14:13 18 Jón Diðriksson UMSB Dublin 21. ágúst 1983
14:07 13 Kári Steinn Karlsson UBK Stanford 4. maí 2008
14:06 61 sami Palo Alto 2. maí 2009
14:01 99 sami Stanford 26. mars 2010


Aðeins besta afrek Jóns J. Kaldal í 5 km hlaupi erlendis var staðfest sem Íslandsmet, enda þótt hann hlypi þegar árið 1918 undir 17 mín. Saga bestu afreka Kaldals er því í raun hin „rétta“ metasaga, en af tillittsemi við þá sem skráðir voru fyrir metum er ofangreindur listi hafður eins og hann er.

Hér á eftir fer hins vegar skrá yfir methlaup Kaldals ytra:

16:44.0 Jón J. Kaldal ÍR Kaupmannahöfn 29. ágúst 1918
16:25.7 sami ? 1919
? sami Malmö ?? 1919
15:59.4 sami Kaupmannahöfn snemma júní 1920
15:48.0 sami ? 20. júní 1920
15:41.5 sami ? 6. júlí i1920
15:38.2 sami Kaupmannahöfn 17. júlí 1920
15:35.6 sami ? 19. júní 1921
15:25.6 sami ? 26. júní 1922
15:23.0 sami ? 6. ágúst 1922

Aths.

Fyrsta skráða metið í 5 km hlaupi fór fram á Leikmóti ÍR á Melavellinum 17.-18. júní 1920. Vísir segir að það hafi verið fyrsta 5 km hlaupið í landinu en aðrir fjölmiðlar eru ekki á sama máli og segja að gamla metið á þessari vegalengd hafi verið 18:45 mín.

Sömuleiðis er þessi tími sagður met í metatöflu eftir forseta ÍSÍ, Benedikt Waage, í Morgunblaðinu 28. maí 1916. Áköf leit að því hver setti þetta met hefur farið fram. Stendur hún enn yfir af minni hálfu og vonandi tekst að leiða sannleikann í ljós um eiganda þess.

Víst er, að þegar hér kemur sögu hafði Jón J. Kaldal hlaupið langtum hraðar á mótum í Danmörku og Svíþjóð. Og enda þótt hann hlypi þegar árið 1918 undir 17 mínútum og allur hans árangur lægi staðfestur fyrir tók ÍSÍ þá afstöðu að skrá aðeins besta hlaup hans í Danmörku sem Íslandsmet.

Saga bestu afreka Kaldals er því samhljóða því sem hin „rétta“ metasaga er, enda þótt á annan veg sé staðfest, samanber ofar. Þar sem ég hef sett spurningamerki um staðsetningu er að miklum líkindum um Kaupmannahöfn að ræða. 

 

No comments:

Post a Comment