Saturday, February 2, 2013

Íslandsmetin í 110 grind frá upphafi

21,0 Kristinn Pétursson ÍR Melavelli 20. júní 1911
20,8 Ingvar Ólafsson KR Melavelli 20. júní 1928
19,7 Helgi Eiríksson ÍR Melavelli 14. ágúst 1928
20,2 Stefán Bjarnason Á Melavelli 17. júní 1931
19,4 Ingvar Ólafsson KR Melavelli 24 ágúst 1931
18,4 sami Melavelli 16. sept. 1931
18,0 sami Melavelli 1. ágúst 1932
17,6 Jóhann Jóhannsson Á Melavelli 31. júlí 1936
17,6 Ólafur Guðmundsson KR Melavelli 29. ágúst 1937
17,0 sami Melavelli 1. sept. 1937
17,0 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 11. júlí 1944
16,5 sami Melavelli 27. maí 1945
16,2 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Melavelli 7. ágúst 1946
15,8 Skúli Guðmundsson KR Melavelli 12. ágúst 1947
15,3 Haukur Clausen ÍR Melavelli 27. júní 1948
15,3 Örn Clausen ÍR Ósló 13. ágúst 1948
15,3 sami Falun 10. sept. 1948
15,2 sami Melavelli 13. júlí 1949
15,0 sami Melavelli 20. ágúst 1949
15,0 sami Ósló 1. sept. 1950
15,0 sami Ósló 2. sept. 1950
14,9 sami London 14. júlí 1951
14,8 sami Melavelli 20. júlí 1951
14,7 sami Melavelli 30. júlí 1951
14,6 Pétur Rögnvaldsson KR Melavelli 18. ágúst 1957
14,6 sami Laugardalsvelli 7. ágúst 1960.
14,5 sami Laugardalsvelli 11. ágúst 1960
14,6 Þorvaldur Víðir Þórsson ÍR Westwood 6. mars 1982
14,4 sami San Jose 13. mars 1982
14,4 sami San Jose 20. mars 1982
14,4 sami Los Gatos 8. maí 1982
14,47 sami Logan í Utah 15. maí 1982
14,3 sami San Jose 7. maí 1982
14,36 sami Santa Barbara 13. maí 1983
14,36 Jón Arnar Magnússon UMSS Varmárvelli 21. maí 1994
14,32 sami Götzis 28. maí 1995
14,19 sami Tallinn 11. júní 1995
14,00 sami Götzis 1. júní 1997
13,91 sami Laugardalsvelli 6. júní 1997
 
Aths.
Framan af töluðu fjölmiðlar um grindahlaup sem „girðingahlaup“. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að mönnum láðist að staðfesta árangur Kristins Péturssonar sem fyrsta met í greininni.

Einhverra hluta vegna var þriðja metið, Helga Eiríkssonar ÍR á Meistaramóti Íslands 1928, aldrei staðfest en þó var sótt um það.

Árangur Ingvars Ólafssonar á meistaramótinu 1931 (19,4 sek) var heldur ekki staðfestur af þeirri ástæðu að hann felldi eina grindina á leiðinni í mark. Slíkt var andstætt reglum og því var metið ekki viðurkennt. Í hlaupinu var Friðrik Jessen einnig undir gamla metinu (hljóp á 19,8 sek) en felldi einnig eina grind.

Svo virðist sem ekki hafi verið sótt um metviðurkenningu fyrir 17,0 sekúndna hlaup Skúla Guðmundssonar er hann jafnaði met Ólafs Guðmundssonar 1944. Því var sá árangur ekki staðfestur sem metjöfnun. Hið sama er að segja um árangur Ólafs er hann jafnaði met Jóhanns Jóhannssonar, lengi formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns, árið 1937.

Örn Clausen var iðinn við kolann kringum 1950 og setti níu met í 110 grind, þar af a.m.k. eitt í keppni í tugþraut. Í einu af þessum hlaupum (14,9 sek.) keppti hann í 120 stiku (yards) hlaupi, á breska meistaramótinu 14. júlí 1951.

Á æfingu hjá KR á Laugardalsvellinum sumarið 1960 mældist Pétur Rögnvaldsson á 14,5 sek., eða undir fjögurra daga gömlu meti. Hann var einn á ferð og var árangurinn ekki staðfestur. 

Frá 1950 eru langflest metanna í 110 grind sett erlendis en Jón Arnar kom því heim aftur er hann sigraði á Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli sumarið 1997. Varð hann í leiðinni fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 110 grind á undir 14 sekúndum.

No comments:

Post a Comment