Sunday, February 24, 2013

Íslandsmetin í 1000 m hlaupi karla frá upphafi

3:03.0 Sigurjón Pétursson Á Melunum 2. ágúst 1909
2:45.0 sami Melunum 5. júní 1910
2:42.0 Geir K. Gígja KR Kaupm.höfn 11. maí 1930
2:39.0 sami Kaupm.höfn 16. maí 1930
2:38.4 Kjartan Jóhannsson ÍR Melavelli 25. júlí 1945
2:35.2 sami Melavelli 17. ágúst 1945
2:32.4 Óskar Jónsson ÍR Melavelli 26. júlí 1947
2:27.8 sami Gautaborg 27. ágúst 1948
2:26.8 Svavar Markússon KR Melavelli 2. júlí 1956
2:23.8 sami Lundi 24. sept 1957
2:23.6 sami Karlstad 15. ágúst 1958
2:22.3 sami Lundi 10. sept 1958
2:21.4 Jón Diðriksson UMSB Koblenz byrj ágúst 1979
2:21.1 Jón Diðriksson UMSB Minden 15. júní 1980



Kílómeterinn er sjaldgæf keppnisgrein og metið því ekki hlutfallslega jafn sterkt og í 800 metra hlaupi. Annað metið í greininni er orpið þeim vafa, að það hefur að líkindum verið hlaupið á beinum vegi. Álykta má að það hafi ekki verið sett á hringbraut þar sem heimildir herma, að metið hafi verið sett í meðvindi!

Fyrstu þrjú metin sem hér eru tilgreind voru aldrei formlega staðfest þótt afrekin hafi verið réttilega unnin.

Ekki hefur verið hróflað við Íslandsmeti Jóns Diðrikssonar í rúm 30 ár en Guðmundur Skúlason Ármanni var aðeins eina sekúndu frá því á móti í Kaupmannahöfn árið 1983. Er það næstbesti tíminn frá upphafi. 

Þá hafa alls 12 manns hlaupið undir 2:30 mínútum á vegalengdinni og einu methafarnir í þeim hópi eru Svavar Markússon og Jón.
 

No comments:

Post a Comment