Saturday, April 27, 2013

Íslandsmetin í 4x400 m boðhlaupi karla


3:52,0 Ármann Melavelli 21. júní 1922
Þorkell Þorkelsson, Sveinn, Björn, Tryggvi Gunnarsson

3:44,2

KR

Melavelli

5. sept 1937
Georg L. Sveinsson Ólafur Guðmundsson Garðar S. Gíslason Sveinn Ingvarsson

3:37,8

KR

Melavelli

27. júní 1942
Jóhann Bernhard Sverrir Einarsson Sigurður Finnsson Brynjólfur Ingólfsson

3:34,0

KR

Melavöllur

16. ág. 1945
Óskar Guðmundsson Svavar Pálsson Brynjólfur Ingólfsson Páll Halldórsson

3:33,4

ÍR

Melavelli

9. ág. 1946
Finnbjörn Þorvaldsson Haukur Clausen Óskar Jónsson Kjartan Jóhannsson

3:26,6

ÍR

Melavelli

22. júlí 1947
Haukur Clausen Reynir Sigurðsson Óskar Jónsson Kjartan Jóhannsson

3:26,4

KR

Bislet

5. júlí 1949
Sigurður Björnsson Trausti Eyjólfsson Sveinn Björnsson Ásmundur Bjarnason

3:24,8

KR

Melavelli

15. ág. 1949
Sveinn Björnsson Trausti Eyjólfsson Magnús Jónsson Ásmundur Bjarnason

3:23,0

Ármann

Melavelli

22. sept 1953
Hörður Haraldsson Hreiðar Jónsson Þórir Þorsteinsson Guðmundur Lárusson

3:19,0

Ármann

Melavelli

14. ág. 1956
Dagbjartur Stígsson Hilmar Þorbjörnsson Guðmundur Lárusson Þórir Þorsteinsson

3:16,16

FH

Kaplakrika

20. júlí 2009
Trausti Stefánsson Björgvin Víkingsson Björn Margeirsson Kristinn Torfason


Landssveitarmet

3:21,5

Landssveit

Ósló

29. júní 1951
Ingi Þorsteinsson KR Hörður Haralsson Á Ásmundur Bjarnason KR Guðmundur Lárusson Á

3:17,2

Landssveit

Kaupmannahöfn

20. júlí 1956
Hilmar Þorbjörnsson Svavar Markússon Daníel Halldórsson Þórir Þorsteinsson

3:15,12

Landssveit

Esch

17. júní 1979
Vilmundur Vilhjálmsson Sigurður Sigurðsson Oddur Sigurðsson Aðalsteinn Bernharðsson

3:12,7

Landsveit

Swansea

25. ág. 1984
Þorvaldur Þórsson Aðalsteinn Bernharðsson Egill Eiðsson Oddur Sigurðsson

3:10,36

Landssveit

Edinborg

31. júlí 1983
Egill Eiðsson Guðmundur Skúlason Þorvaldur Þórsson Oddur Sigurðsson

Aths.

Félagsmetið í 4x400 metra boðhlaupi sem Ármenningar settu á Meistaramóti Íslands árið 1956 varð með ólíkindum lífsseigt. Ekki vantaði marga daga upp á að það næði 53 ára aldri er FH-ingar réðu loks niðurlögum þess 2009.

Ármenningar settu fyrsta metið í þessu boðhlaupi, á Allsherjarmótinu 1922. Mér hefur ekki tekist að finna fullt nafn á tvo hlauparann, en vonandi rætist úr því síðar. Frá 1922 til 2009 skiptust Reykjavíkurfélögin þrjú á að setja met í greininni.

Þegar KR setti metið 1942 var sveit Ármanns einnig undir gamla metinu á 3:41,2 mín., en metið var 3:44,2 mín. Hið sama gerðist er seinna metið 1949 var sett, þá voru ÍR-ingar í öðru sæti á 3:25,6 mín., 0.8 sekúndum á eftir KR og undir gamla metinu, sem var 3:26,4 mín.

Fyrsta landssveitarmetið í 4x400 var sett í hinni sögufrægu landskeppni í Ósló 1951. Íslendingar lögðu þá Norðmenn og Dani í landskeppni þar sem hver þjóð tefldi fram tveimur keppendum í hverri grein.

Í Kaupmannahöfn 1956 unnu Íslendingar Dani aftur en keppnin vannst ekki fyrr en í síðustu greininni, 4x400. Stóðst metið frá Ósló ekki þau átök enda lögðu hlaupararnir allt í sölurnar, sál sína og hjarta, til að vinna Dani.

Í Swansea 1984 vann íslenska sveitin einnig frækinn sigur á Hollendingum, Walesbúum og Norður-Írum í boðhlaupinu, lokagrein landskeppninnar. Höfðu Hollendingar 15-20 metra forskot þegar síðasti hringur hófst. Oddur Sigurðsson hljóp með afbrigðum vel og dró keppinaut sinn uppi og sleit marksnúruna fyrstur eftir að hafa hlaupið hringinn á 45,5 sek.

No comments:

Post a Comment