Monday, April 8, 2013

Íslandsmetið í kúluvarpi beggja handa

18.13 (9.95 + 8.18) Guðmundur Kr. Guðmundsson Á Melavelli 22. júní 1914
18.80 (10.18 + 8.62) Tryggvi Gunnarsson Á Melavellil 21. júní 1922
18.81 (? + ?) Þorgeir Jónsson Í.Kjal. Kollafjarðarleirum 29. ágúst 1926
20.02 (10.24 + 9.78) sami 15. okt. 1926
21.62 (12.40 + 9.22) Þorsteinn Einarsson Á Melavelli 16. sept. 1931
21.95 (12.65 + 9.30) sami Melavelli 2. okt. 1931
22.39 (12.91 + 9.48) sami Melavelli 18. júní 1932
22.45 (13.35 + 9.10) Kristján Vattnes KR Melavelli 2. júní 1938
24.21 (14.31 + 9.90) Gunnar Huseby KR Melavelli 26. maí 1941
26.22 (14.53 + 11.69) sami Melavelli 7. ágúst 1943
26.48 (14.57 + 11.91) sami Melavelli 21. sept. 1943
26.61 (14.73 + 11.88) sami Melavelli 30. sept. 1943
26.78 (15.50 + 11.28) sami Melavellli 11. júlí 1944
28.29 (16.41 + 11.88) sami Haugasundi 18. júlí 1949
29.13 (16.62 + 12.51) sami Melavelli 28. júlí 1951

Aths.


Kúluvarp beggja handa er, ásamt spjótkasti og kringlukasti beggja handa, harla óvenjuleg keppnisgrein. Talsvert var keppt í henni hér á landi fram undir miðja tuttugustu öldina, en síðan ekki söguna meir.

Einnig mun hafa verið keppt nokkuð í þessum greinum á Norðurlöndum en aðeins einu sinni voru þær ólympíugreinar, í Stokkhólmi 1912.

Þegar Gunnar Huseby setti metið sem enn stendur í þessari grein á sameiginlegu innanfélagsmóti ÍR og KR ógnaði hann heimsmetinu heldur betur. Var það þriðji besti árangur í greininni í heiminum og aðeins 33 sentimetra frá metinu, 29,46, sem Ungverjinn J. Daranyi setti árið 1935. Kast Husebys með betri hendinni, 16,62 metrar, var jafnframt vallarmet á Melavelli og það lengsta sem hann varpaði hér á landi á keppnisferlinum.
 

No comments:

Post a Comment