Tuesday, April 16, 2013

Íslandsmetið í 4x1500 metra boðhlaupi


18:29.9 Ármann Melavelli 1.júlí 1942
Árni Kjartansson, Haraldur Þórðarson, Hörður Hafliðason, Sigurgeir Ársælsson

18:05.4

KR

Melavellli

26. ágúst 1944
Páll Halldórsson, Brynjólfur Ingólfsson, Indriði Jónsson, Haraldur Björnsson

17:52.6

Ármann

Melavelli

21. ágúst 1945
Gunnar Gíslason, Stefán Gunnarsson, Hörður Hafliðason, Sigurgeir Ársælsson

17:30.6

ÍR

Melavelli

14. sept. 1948
Örn Eiðsson, Sigurgísli Sigurðsson, Pétur Einarsson, Óskar Jónsson

16:55.6

KR

Melavelli

5. sept 1956
Sigurður Gíslason, Hafsteinn Sveinsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Svavar Markússon

16:51.4

KR

Melavelli

8. júlí 1960
Reynir Þorsteinsson, Kristleifur Guðbjörnsson, Agnar Levy, Svavar Markússon

16:28.6

ÍR

Gateshead

27. júní 1976
Hafsteinn Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Sigfús Jónsson, Ágúst Ásgeirsson

16:24.4

FH

Reykjavík

6. júní 1993
Jóhann Ingibergsson, Frímann Hreinsson, Steinn Jóhannsson, Finnbogi Gylfason

Aths.
Ármenningarnir efndu til fyrstu keppni í þessari grein hér á landi, á innanfélagsmóti á Melavelli. Seinna metið, 1945, settu þeir einnig á innanfélagsmóti sínu. ÍR-sveitin setti sitt met á Meistaramóti Íslands og síðasta KR-metið féll á innanfélagsmóti KR. Engar tilraunir voru gerðar við met KR-inga frá 1960 í 16 ár, eða þar til ÍR-ingar bættu það með eina metinu í greininni sem sett er á erlendri grundu. Talsvert hefur verið keppt í 4x1500 metrum á undanförnum árum og settu FH-ingar gildandi met, sem verður 20 ára gamalt í sumar, á Meistaramóti Íslands.
 

No comments:

Post a Comment