Monday, January 14, 2013

Íslandsmetið í hálfmaraþoni karla frá upphafi

1:20.43 Óskar Guðmundsson FH Gautaborg 1. júlí 1981
1:10.53 Sigurður P. Sigmundsson FH Thurles 21. ágúst 1983
1:10.48 Steinar Jens Friðgeirsson ÍR Reykjavík 17. ágúst 1984
1:08.14 Sigurður P. Sigmundsson FH Reykjavík 25. ágúst 1985
1:07.09 sami Haag 05. apríl 1986
1:06.29 Kári Steinn Karlsson UBK Ísafjörður 15. júlí 2011
1:05.35 sami Reykjavík 20. ágúst 2011


Aths.
Fyrsta keppni í hálfmaraþoni á Íslandi fór fram í Reykjavík 1984 og var liður í Kalottkeppninni í frjálsíþróttum. Fyrstur Íslendinga varð Steinar Jens Friðgeirsson ÍR á 1:10,48 klst., en í ljós kom, að vegalengdin var ófullnægjandi löng með þeim mælingaaðferðum sem þá tíðkuðust og töldust fullnægjandi hér á landi.

Árið áður, eða 1983, tók Sigurður P. Sigmundsson FH þátt í hálfmaraþonhlaupi í bænum Thurles á Írlandi og hlaut tímann 1:10,53 klst. Á leið aftur til Dyflinnar að hlaupi loknu fór járnbrautarlestin sem hann ferðaðist með útaf sporinu og biðu farþegar bana en Sigurður Pétur slapp heill frá hildileik þessum.

Í Reykjavíkurmaraþoninu 1985 varð Sigurður Pétur fyrstur Íslendinga til að klára hálfmaraþon á innan við 70 mínútum. Ári seinna í Hollandi bætti hann enn betur um metið og stóð það í rösk 25 ár, eða frá aprílmánuði 1986 þar til Kári Steinn Karlsson sló það í Reykjavíkurmaraþoninu 2011. Mánuði áður hljóp hann undir gamla metinu en keppnisbrautin í Óshlíðarhlaupinu mun ekki hafa verið formlega mæld.

Líkur benda til þess, að bróðir Sigurðar Péturs, Óskar Guðmundsson, hafi orðið fyrstur Íslendinga til að keppa í hálfmaraþoni. Í slíku hlaupi í Gautaborg 1. júlí 1981 lagði hann vegalendina að baki á 1:20,43 klst. Sá árangur mun þó aldrei hafa verið skráður sem met.

meira síðar . . .
 

No comments:

Post a Comment