Sunday, January 27, 2013

Íslandsmetin í 3000 m hindrunarhlaupi karla

10:51.0 Eiríkur Haraldsson Á Melavelli 20. maí 1951
10:38.8 sami Melavelli 16. júní 1951
10:12.6 sami Melavelli 20. ágúst 1951
10:06.2 Kristján Jóhannsson ÍR Melavelli 25. ágúst 1952
9:53.6 sami Melavelli 30. júlí 1953
9:47.4 sami Akureyri 17. ágúst 1953
9:43.2 Stefán Árnason UMSE Melavelli 22. júlí 1955
9:26.4 Kristleifur Guðbjörnsson KR Melavelli 26. júlí 1958
9:25.4 sami Randers 31.ágúst 1958
9:16.2 sami Melavelli 6. júní 1959
9:07.6 sami Dresden 25. sept 1960
9:06.8 sami Ósló 12.júlí 1961
8:56.4 sami Ósló 1.ágúst 1961
8:53.95 Ágúst Ásgeirsson ÍR Montreal ÓL 26. júlí 1976
8:49.58 Jón Diðriksson UMSB Remscheid 28. júní 1981
8:46.29 Sveinn Margeirsson UMSS Borås 12. júní 2003


aths.
Þegar Eiríkur setti sitt þriðja og síðasta met, á meistaramótinu 1951, varð Hreiðar Jónsson KA einnig undir gamla metinu, hljóp á 10:13,8 mín. Lítið sem ekkert var keppt í greininni nema á meistaramótinu og sett voru met á því í greininni næstu tvö árin. Einnig féllu hindrunarhlaupsmet í landskeppnum 1955, 1956, 1958 og 1961.

Haukur Engilbertsson úr UMSB var einnig undir gamla metinu (9:43,2) er Kristleifur Guðbjörnsson setti sitt fyrsta met, á MÍ á Melavelli 1958. Haukur hljóp á 9:31,4 mín.

Metið í hindrunarhlaupi tók miklum breytingum til hins betra eftir að Kristleifur lagði þessa grein fyrir sig. Er látum hans loks linnti hafði hann sex sinnum sett met í greininni og bætt það um alls rúmar 46 sekúndur. Síðasta metið setti Kristleifur í Norðurlandakeppninni í Ósló 1961 og hljóp þá fyrstur Íslendinga undir níu mínútum. Þrír hlauparar hafa síðan bætt um betur.

meira síðar . . .

No comments:

Post a Comment