Wednesday, December 19, 2012

Íslandsmet karla í kringlukasti frá upphafi

30,88 Sigurjón Pétursson Á Melavelli 3. ágúst 1913
31,94 Frank Fredericksson ÍR Melavelli 25. ágúst 1920
32,84 Björn Vigfússon Á ?? ?? 1922
33,04 Karl Guðmundsson Á Melavelli 15. sept 1923
33,42 Þorgeir Jónsson Á ?? ?? 1924
34,35 sami ?? ?? 1924
38,58 sami ?? 15. okt 1926
40,25 Kristján Vattnes KR Melavelli 9. sept 1936
40,38 sami Melavelli 28. ágúst 1937
41,09 sami Melavelli 28. ágúst 1937
41,34 Ólafur Guðmundsson ÍR Melavelli 12. júlí 1938
42,23 sami Melavelli 5. ágúst 1938
43,46 sami Melavelli 14. ágúst 1938
45,40 Gunnar Huseby KR Melavelli 29. júlí 1946
45,62 sami Melavelli 23. júlí 1949
47,14 sami Melavelli 29. apríl 1950
47,19 sami Ísafirði 28. maí 1950
49,04 sami Melavelli 31. maí 1950
50,13 sami Melavelli 6. júlí 1950
50,22 Þorsteinn Löve KR Melavelli 16. sept. 1954
52,18 Hallgrímur Jónsson Á Melavelli 18. ágúst 1955
54,28 Þorsteinn Löve KR Melavelli 8. okt. 1955
56,05 Hallgrímur Jónsson Á Vestmannaeyjum 30. sept 1964
56,25 Erlendur Valdimarsson ÍR Melavelli 20. ágúst 1969
56,44 sami Melavelli 28. maí 1970
57,26 sami Reykjavík 17.06.1970
58,16 sami Melavelli 16. júlí 1970
58,26 sami Melavelli 7. ágúst 1970
59,58 sami Melavelli 26. sept.1970
60,06 sami Melavelli 24. okt.1970
60,82 sami Melavelli 19. ágúst 1972
61,50 sami Laugardalsvelli 23. júní 1973
62,08 sami Melavelli 16. ágúst 1973
64,32 sami Breiðabliki 25. ágúst 1974
65,60 Vésteinn Hafsteinsson HSK Reykjavík 17.07.1983
65,60 sami Hafnarfjörður 22.06.1988
67,20 sami Klagshamn Sví. 17.07.1987
67,64 sami Selfoss 31.05.1989
 

aths.
Vestur-Íslendingurinn Frank Fredericksson, dvaldist um skeið á Íslandi og flaug hér flugvél fyrstur manna. Hann var liðtækur í mörgum íþróttum, m.a. ólympíumeistari í ísknattleik með Fálkunum frá Winnipeg. Meðan hann dvaldi hér keppti Frank í frjálsum og setti fyrsta staðfesta Íslandsmetið í kringlukasti árið 1920. Liðu sex ár þar til næsta met var staðfest en í millitíðinni köstuðu þó þrír menn fjórum sinnum lengra en afrek þeirra, þó gild væru, voru ekki skráð met.

Kristján Vattnes setti tvö kringlumet sama daginn sumarið 1937. Að lokinni keppni var efnt til aukatilrauna í þeim tilgangi að reyna við nýsett met. Heppnaðist það því hann bæti árangurinn frá því fyrr um daginn um 71 sentimetra.

Þriðja og síðasta met Ólafs Guðmundssonar, hins hávaxna lögregluþjóns sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum,  var besta metafrek í kastgreinum samkvæmt stigatöflu.

Haustið 1944 kastaði Gunnar Huseby 43,76 metra eða 30 sm lengra en met Ólafs. Þetta var á æfingu á Melavelli en úr hring og að viðstöddum nægilega mörgum dómurum en afrekið var samt ekki skráð sem met. Annað met, upp á 47,19 metra, var ekki heldur staðfest. Þeim árangri náði Gunnar í keppni á Ísafirði en kringlurnar sem keppendum voru lagðar til reyndust ólögmætar. Aðeins þremur dögum seinna bætti hann um betur á Vormóti ÍR í Reykjavík.

Hallgrímur Jónsson ÍBV bætti metið um tæpa tvo metra í 56,05 í septemberlok 1964. Þetta gerði hann í Vestmannaeyjum og var veður gott til keppni; vindhraði á Stórhöfða mældist 9 vindstig, eða stólparok. Ekkert var við það að athuga og getur verið hin erfiðasta kúnst við slíkar aðstæður að ná eðlilegu flugi á kringluna.

Stórgóðan árangur Vésteins Hafsteinssonar á kastmóti í Klagshamn í Svíþjóð sumarið 1987 reyndist ekki unnt að viðurkenna sem met þar sem undanhalli kastsvæðisins reyndist aðeins meiri en leyfilegt var. Vésteinn bætti um betur á heimavelli á Selfossi tveimur árum seinna. 

No comments:

Post a Comment