Friday, December 14, 2012

Íslandsmetin í þrístökki karla frá upphafi

11,41 Skúli Ágústsson Umf. Hrunam. Melavelli 22.júní 1914
12,34 Sigurliði Kristjánsson ÍR Melavelli 16. sept 1923
12,40 Ósvald Knudsen ÍR Melavelli 21. júní 1924
12,73 Sveinbjörn Ingimundarson ÍR Melavelli 7. ágúst 1927
12,87 sami Melavelli 17. júní 1928
13,08 Daníel Loftsson KV Herjólfsdal 21. ágúst 1933
13,18 Sigurður Sigurðsson KV Melavelli 18. júní 1935
13,44 sami Herjólfdal 11. ágúst 1935
13,54 sami Melavelli? 27. ágúst 1935?
13,78 sami Herjólfsdal 7. júní 1936
13,85 sami Melavelli 9. júlí 1936
14,00 sami Berlín ÓL 6. ágúst 1936
14,09 Stefán Sörensson HSÞ Melavelli 26. júlí 1946
14,11 sami Ósló EM 22. ágúst 1946
14,71 sami ÍR Melavelli 10. júlí 1948
15,19 Vilhjálmur Einarsson UÍA Melavelli 21. júlí 1955
15,32 sami ÍR Búkarest 16. sept 1956
15,83 sami Karlstad 6. okt. 1956
16,26 sami Melbourne ÓL 27. nóv 1956
16,30 sami Laugardal 7. ágúst 1960
16,46 sami Laugardal 7. ágúst 1960
16,70 sami Laugardal 7. ágúst 1960

aths.:
Fyrsta metið sem ÍSÍ staðfesti var 12,40 metra stökk Ósvalds Knudsen 1924. Ekki eru fyrir hendi hvers vegna met Skúla og Sigurliða voru ekki skráð. Met Skúla var sett í fyrstu keppni í þrístökki hér á landi, á Leikmótinu á Melavelli 22. júní 1914.

Eins og algengt var rataði ekki allur ofangreindur árangur inn á metabók ÍSÍ. Synjað var um staðfestingu á 14,76 metra stökki Friðleifs Stefánsson KS á móti í Keflavík 5. júní 1955 vegna 16 sm. halla á þrístökksbrautinni. Með staðfestingu hefði hann slegið met Stefáns Sörenssonar frá 1948.

Er Sveinbjörn setti metið á Allsherjarmótinu 17. júní 1928 varð hann í öðru sæti. Sigurvegari varð Reidar Sörensen, þjálfari hjá ÍR, sem stökk 13,13 metra. Þar sem hann var útlendingur taldist árangur hans ekki íslenskt met.

Stökk Sigurðar Sigurðssonar á ólympíuleikunum í Berlín 1936 var aldrei nákvæmlega mælt, en aðeins tilkynnt að hann hefði náð lágmarki til þátttöku í aðalkeppninni, 14 m.. Fullyrt er að stökkið hafi verið nokkrum sentímetrum lengra.

Stefán Sörensson stökk tvisvar sumarið 1948 lengra en gildandi met. Annars vegar 14,79 á ólympíuleikunum í London 19. júlí og 14,88 á meistaramóti Íslands 1. september. Í bæði skipti var meðvindur aðeins of sterkur.

nánar um þrístökksmetin síðar . . .


No comments:

Post a Comment