Sunday, December 16, 2012

Íslandsmetin í langstökki frá upphafi

5,40 Kári Arngrímsson Þing. Oddeyrartúni Ak. 17. júní 1909
5,40 Jakob Einarsson Ak. Akureyri 17. júní 1911
5,55 Brynjólfur Kjartansson Melavelli 18. júní 1914
5,69 Tryggvi Gunnarsson Á Melavelli 17. júní 1920
5,70 Þorgils Guðmundsson Dreng Kollafirði 18. júlí 1920
5,93 Tryggvi Gunnarsson Á Melvelli 5. sept 1920
5,97 sami Melavelli 17. júní 1921
6,20 Kristján L. Gestsson KR Melavelli 23. júní 1922
6,28 sami Melavelli 18. júní 1923
6,37 Páll Scheving KV Herjólfsdal 15. ágúst 1926
6,39 Garðar S. Gíslason ÍR Melavelli 10. ágúst 1927
6,55 Sveinbjörn Ingimundarson ÍR Melavelli 18. júní 1928
6,82 Sigurður Sigurðsson ÍR Melavelli 28. júlí 1937
6,86 Óliver Steinn Jóhannesson FH Melavelli 10. júlí 1944
7,08 sami Melavelli 12. ágúst 1944
7,10 Finnbjörn Þorvaldsson ÍR Sandviken Svíþ. 31. ágúst 1947
7,16 sami Melavelli 27. júní 1948
7,20 Torfi Bryngeirsson KR Melavelli 25. ágúst 1949
7,24 sami Stokkhólmi 10. sept 1949
7,24 sami Melavelli 11. júlí 1950
7,32 sami Brüssel EM 26. ágúst 1950
7,46 Vilhjálmur Einarsson ÍR Melavelli 1. júlí 1957
7,79 Kristján Harðarson Á Long Beach 3. mars 1984
8,00 Jón Arnar Magnússon UMSS Laugardal 26. ágúst 1994


Aths.:
Af óþekktum ástæðum var fyrsta langstökksmetið, sem hér er tiltekið,  ekki staðfest þótt á skrám hafi verið og talist löglegt. Þar var á ferðinni hinn sami Kári og setti fyrsta hástökksmetið.

Eftir miklar vangaveltur árið 1944 var seinna met Ólivers Steins (7,08) á endanum staðfest. Mikil hliðarmeðvindur var þegar keppnin fór fram og sáust „gríðarlega“löng stökk í allri keppninni miðað við áður. Var rok af norðvestan, 4-5 stig. Óliver átti tvö stökk yfir 7 metrum en gamla metið, mánaðargamalt, var 6,86 m.

meira síðar . . .

No comments:

Post a Comment