Sunday, December 16, 2012

Íslandsmetin í stangarstökki frá upphafi

2,46 Jakob Kristjánsson Ak. Akureyri 17. júní 1909
2,66 Benedikt G. Waage ÍR Melavelli 3. ágúst 1911
2,66 Ólafur Sveinsson ÍR Melavelli 3. ágúst 1911
2,66 Tryggvi Magnússon Á Melavelli 3. ágúst 1911
2,71 Ottó Marteinsson Á ?? ?? ???? 1922
2,82 Friðrik Jesson Týr Vestm.eyjum ?? ágúst 1923
2,82 Jónas Sigurðsson Þór Vestm.eyjum ?? ágúst 1923
2,81 Ottó Marteinsson Á Melavelli 20. júní 1924
2,96 Friðrik Jesson Týr Vestm.eyjum 10. ágúst 1924
3,17 sami Melavelli 14. sept 1924
3,20 sami Melavelli 17. júní 1929
3,25 sami Melavelli 17. júní 1929
3,32 Karl Vilmundarson Á Melavelli 22. sept 1935
3,34 Ásmundur Steinsson KV Vestm.eyjum 2. ágúst 1936
3,36 Ólafur Erlendsson KV Melavelli 28. ágúst 1937
3,40 Karl Vilmundarson Á Melavelli 28. ágúst 1937
3,45 sami Melavelli 12. júlí 1938
3,48 Ólafur Erlendsson Vestm.eyjum 27. sept 1942
3,50 sami Vestm.eyjum 6. ágúst 1943
3,53 Guðjón Magnússon Eyjum 24. okt 1943
3,55 sami Vestm.eyjum 4. ágúst 1944
3,65 sami Vestm.eyjum 17. ágúst 1944
3,67 sami Melavelli 19. ágúst 1945
3,70 Torfi Bryngeirsson KR Melavelli 29. júní 1947
3,72 sami Melavelli 16. júlí 1947
3,75 sami Melavelli 12. ágúst 1947
3,80 sami Melavelli 21. sept 1947
3,85 sami Melavelli 18. júní 1948
3,90 sami Melavelli 27. júní 1948
3,95 sami Melavelli 19. júlí 1948
4,05 sami Melavelli 1. júní 1949
4,08 sami Ósló 4. júlí 1949
4,12 sami Stavanger 15. júlí 1949
4,21 sami Melavelli 31. maí 1950
4,25 sami Melavelli 2. ágúst 1950
4,30 sami Ósló 29. júní 1951
4,32 sami Stokkólmi 3. júlí 1951
4,35 sami Gävle Svíþ. 2. ágúst 1952
4,37 Valbjörn Þorláksson ÍR Melavelli 4. júlí 1957
4,40 sami Stokkhólmi 19. júlí 1957
4,42 sami Varsjá 14. júní 1958
4,45 sami Leipzig 30. ágúst 1959
4,47 sami Ósló 13. júlí 1961
4,50 sami Laugardal 21. júlí 1961
4,51 Sigurður T. Sigurðs. KR Laugardal 31. júlí 1979
4,55 sami Herjólfsdal 3. ágúst 1979
4,60 sami Valbj.velli 9. ágúst 1979
4,62 sami Valbj.velli 10. ágúst 1980
4,75 sami Valbj.velli 10. sept 1980
4,81 sami Valbj.velli 12. sept 1980
4,94 sami Valbj.velli,25. maí 1981
5,00 sami Valbj.velli 29. maí 1981
5,00 sami Lúxemborg 21. júní 1981
5,01 sami Recklingh. 24. júní 1981
5,20 sami Troisdorf 3. júlí 1981
5,25 sami Valbjarnarv. 17.07.1983
5,31 sami Lage Þýskal 31. maí 1984




aths.
Fyrsta staðfesta Íslandsmetið í stangarstökki er í raun það áttunda sem sett var. Skýringin á því er torfundin. Fyrsta staðfesta metið var 2,81 metra stökk Ottós Marteinssonar á Allsherjarmótinu á Melavelli 20. júní 1924. Þar jöfnuðu og tveir Eyjamenn fyrra met Ottós, sem var 2,71.

Sömu Eyjamenn, Friðrik Jesson og Jónas Sigurðsson, höfðu reyndar stokkið hærra en þetta met Ottós á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum í ágústmánuði 1923. Urðu þeir jafnir með 2,82 metra báðir. Torséð er hvers vegna þessi árangur var ekki heldur viðurkenndur sem Íslandsmet.

Friðrik Jesson var í banastuði á þjóðhátíðinni í Eyjum 1924 og líklegur til að stökkva enn hærra en 2,96 metra sem var nýtt met. Hærra varð þó ekki komist því uppistöðubúnaðurinn leyfði það ekki. Í keppni þessari varð Victor Strange KR einnig yfir gamla metinu, stökk 2,82 metra. Ekki hefur verið hægt að finna út hvor þeirra Friðriks stökk á undan yfir þá hæð en að öðru leyti kemst Victor ekki á blað yfir methafa í stöng. Hann varð einnig annar á Allsherjarmótinu fyrr um sumarið er Ottó Marteinsson stökk 2,81 og setti met. Í það sinn stökk Victor  einnig yfir gamla metinu eða 2,76 og Sigurliði Kristjánsson ÍR (Silli & Valdi) 2,72. Hann meiddi sig í því stökki og gat ekki haldið áfram.

meira síðar . . .


No comments:

Post a Comment